Davis lesblindunámskeiðin hafa hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu. Davis kerfið er nefnt eftir höfundi þess, Ronald D. Davis, sem var greindur með lesblindu og einhverfu á barnsaldri og átti jafnframt erfitt með tal. Ronald þróaði breyttar námsaðferðir sem henta vel þegar hefðbundnar aðferðir bera ekki árangur. ... [Lesa meira]
Hvers vegna þarf nám að taka svo langan tíma?
Undanfarin ár hefur hægt og bítandi tekist að lengja skólagönguna all ríflega. Skólaárið teygir sig fram á hásumar og jafnframt hafa námsbrautir verið lengdar og 3 ára háskólanám gert að 5 ára. Leikskólakennarar, kennarar, félagsfræðingar ofl. ljúka nú 5 ára námi í stað 3 ára áður. En.....til hvers? ... [Lesa meira]
3 staðnaðar hugmyndir um nám sem þú þarft að endurskoða
Mörgum þykir staðarkennsla (t.d. í kennslustofu) mun betri og líklegri til að skila árangri en fjarnám eða sjálfsnám. En er það svo einfalt? Notar þú e.t.v. gamlar hugmyndir um nám sem skálkaskjól? Skoðaðu 3 staðnaðar hugmyndir sem þú þarft e.t.v. að endurskoða. ... [Lesa meira]
Eru námsörðugleikar kennsluörðugleikar?
Þú þekkir líklega einhvern sem glímir við námsörðugleika. Einhver sem á erfitt með lestur, utanbókarlærdóm, tungumál eða stærðfræði. Sjálfsálit þeirra sem glíma við námsörðugleika er sjaldnast gott enda vísar hugtakið til þess að viðkomandi eigi erfitt með að ... læra. En hvernig má það vera að fullkomlega eðlilegt og greint fólk glímir við námsörðugleika? Er maður kannski bara vitlaus? ... [Lesa meira]
Hvað er skrifblinda?
Skrifblinda (rithömlun) kallast það þegar lesblindur einstaklingur á í erfiðleikum með að skrifa. Nokkrar ástæður eru fyrir skriftarörðugleikum. Ein algengasta orsök lélegrar (ljótrar) rithandar er slök stafsetning. Ljót skrift er semsagt notuð til að leyna stafsetningarvanda ... [Lesa meira]
Orsakar skortur á áhugahvöt ofvirkni (ADHD)?
Bandarísk rannsókn frá árinu 2009 bendir til þess að skortur á áhuga geti orsakað einkenni ADHD. Skortur á dópamíni (stundum kallað "gleðihormón") valdi því að einstaklingurinn missir áhugann og þar með athyglina. Þetta sé nokkuð sem skólakerfið þurfi að taka til greina. ... [Lesa meira]
Eru tungumálanámskeið gagnslaus?
Fjölmargir þeirra sem leita til mín eiga erfitt með að læra tungumál...í skóla eða á tungumálanámskeiðum! Þessir nemendur geta oft talað og skilið ensku, en uppskera engu að síður lágar einkunnir í tungumálum. Hver er tilgangur tungumálanáms, ef ekki að geta tjáð sig á erlendu tungumáli? ... [Lesa meira]
Jeff Bliss (18) segir kennara sínum til syndanna vegna slælegra kennsluhátta (myndband)
Jeff Bliss, 18 ára nemandi í Duncanville blöskraði svo illilega kennsluhættir sögukennara sín að hann lét dæluna ganga yfir henni á leið út. Hann vissi ekki að samnemandi hans tók uppákomuna upp á myndband og hefur myndbandið breiðst út á ógnarhraða. Fréttamiðlar í bandaríkjunum hafa veitt málinu athygli enda víða pottur brotinn í skólakerfinu. ... [Lesa meira]
Vofan í skólakerfinu
Þessi skoðun kann að falla í grýttan jarðveg hjá sumum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þetta tiltekna fag er kennt af svo miklum ákafa að það er eins og rauður þráður í gegnum skólagöngu flestra. Endar svo oft á því að vera fyrirstaða hjá mörgum, þrátt fyrir að þeir hafi árum saman skilað sínu í þessu fagi. Hvaða fag er þetta? ... [Lesa meira]
Er þetta orsök allra þinna vandamála?
Þegar vandamál vex okkur yfir höfuð þá finnst okkur eins og það sé ekkert sem við getum gert. Tilfinningar eins og vanmáttarkennd láta á sér kræla. Og líklega hefur þú lent í því að leita orsakanna hjá öðrum en þér sjálfri. Líklega skýringin á öllum okkar vandamálum er þessi: ... [Lesa meira]