Samkvæmt tölum frá forsvarsmönnum framhaldsskóla er fall í upphafsáfanga í stærðfræði á Íslandi um 50%! Þetta þýðir að annar hver nemandi er að falla í fyrsta einingabæra áfanga stærðfræðinnar á framhaldsskólastigi. ... [Lesa meira]
Viðtal í bæjarblaðinu Mosfellingur: “Markmiðið að efla námsgetu”
Davis lesblindunámskeiðin hafa hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu. Davis kerfið er nefnt eftir höfundi þess, Ronald D. Davis, sem var greindur með lesblindu og einhverfu á barnsaldri og átti jafnframt erfitt með tal. Ronald þróaði breyttar námsaðferðir sem henta vel þegar hefðbundnar aðferðir bera ekki árangur. ... [Lesa meira]
Stærðfræði er hluti af daglegu lífi
Fyrir nokkrum misserum fór ég ásamt samkennara mínum til London að kynna okkur kennsluaðferðir í stærðfræði sem kallast Numicon. Þar er börnum frá 4 ára aldri kennd grunnatriði í faginu með hlutbundnum aðferðum, þar sem tölurnar eru gerðar „raunverulegar“. ... [Lesa meira]
ÚFF – Er stærðfræðin erfið og leiðinleg?
Það er staðreynd að mörgum nemendum reynist erfitt að læra stærðfræði. Foreldrarnir eiga líka erfitt með að aðstoða við heimanám og þetta verður ákveðin blindgata sem blasir við þegar ástandið er orðið svona. Fyrir nemandann verður þar af leiðandi stærðfræðin orðin of erfið og þar af leiðandi leiðinleg. Neikvæðnin og svartsýnin hellist yfir og hættan er að nemandinn gefist hreinlega upp. ... [Lesa meira]
Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]
Sjáðu hvers vegna slakur hugtakaskilningur í stærðfræði getur reynst mjög afdrifaríkur þegar fram í sækir. ... [Lesa meira]
Til hvers að læra stærðfræði?
Í upphafi hverrar annar kemur ávallt upp sú spurning hjá nemendum „af hverju þarf ég að læra stærðfræði?“ ... [Lesa meira]
Almenn brot: “Einkakennari í vasann”
Þú hefur líklega upplifað það einhvern tíman á námsferli þínum að hafa ætlað að læra stærðfræði heima, en ekki munað hvernig leysa skal tiltekið dæmi. Sumt virðist svo einfalt þegar maður sér annan gera það en svo flókið þegar maður á að gera það sjálfur. Væri ekki þægilegt, nú á tímum snjallsíma og spjaldtölva, að geta fundið kennslumyndband þegar maður þarf á því að halda...heima? ... [Lesa meira]
Er hægt að kenna almenn brot með myndrænum hætti?
Oft má rekja erfiðleika í almennum brotum til þess að nemandi skilur ekki grunn hugtökin. Þegar sú er raunin getur reynst erfitt að "tengja saman punktana". Margir eru hálf "lesblindir" á stærðfræði (án þess að þjást af reikniblindu) og ná engan veginn að "sjá fyrir sér" hvað það er sem þeir eru raunverulega að fást við. Myndi það hjálpa þínu barni ef kennslan væri myndræn? ... [Lesa meira]
Einkakennsla óþarfi?
Fá fög valda jafn stórum hópi jafn miklum erfiðleikum og stærðfræði. Eins mikilvæg og notadrjúg hún er (jafnvel í daglegu lífi), þá er eins og stór hluti nemenda tengi ekki við það sem fram fer í kennslustofunni. Eftirspurn eftir einkakennslu og stærðfræðiaðstoð er stöðug. Víða á landsbyggðinni er minna um úrræði en á höfuðborgarsvæðinu og því eru góð ráð dýr. Eða hvað? ... [Lesa meira]
STÆ 102 Aðhaldsnámskeið – Skráning hafin
Kemst þú yfir þröskuldinn? Stæ 102 (Algebra) reynist mörgum nemendum erfiður viðureignar. Hvort sem þú hefur fallið í honum áður eða telur þig þurfa á góðu aðhaldi að halda, þá er aðhaldsnámskeiðið fyrir þig. Næsta haust förum við af stað með lítinn hóp sem fær vikulega kennslu hjá reyndum stærðfræðikennara og markmiðið er að skila öllum með glans í gegnum lokaprófin! Aðeins 5-6 einstaklingar komast í hópinn og skráning er hafin. ... [Lesa meira]