Kolbeinn Sigurjónsson

Kolbeinn Sigurjónsson er stofnandi Betra náms sem sérhæfir sig í ráðgjöf og úrræðum í tengslum við lesblindu og tengda námsörðugleika. Kolbeinn lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992, námi í Kerfisfræði frá TVÍ 1995 (nú Háskólinn í Reykjavík) auk Diplómanáms frá Alþjóðlegu Davis samtökunum 2004(DDAI) og Bsc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010. Árið 2011 lauk hann Diplómanámi í dáleiðslumeðferð (Hypno-Therapy) frá Hypnosis-Centre í Skotlandi.

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

50% fall í stærðfræði ásættanlegt?

50% fall í stærðfræði ásættanlegt?

Samkvæmt tölum frá forsvarsmönnum framhaldsskóla er fall í upphafsáfanga í stærðfræði á Íslandi um 50%! Þetta þýðir að annar hver nemandi er að falla í fyrsta einingabæra áfanga stærðfræðinnar á framhaldsskólastigi. ... [Lesa meira]

Viðtal á “Sunnudagsmorgni” hjá Sirrý (Rás 2)

Viðtal á “Sunnudagsmorgni” hjá Sirrý (Rás 2)

Bootcamp stærðfræðinámskeiðið var til umfjöllunar hjá Sirrý á Rás 2 fyrir nokkru. ... [Lesa meira]

Stærðfræðipróf framundan?  7 forsendur árangurs í stærðfræði.

Stærðfræðipróf framundan? 7 forsendur árangurs í stærðfræði.

Árangur í stærðfræði ætti ekki að velta á tilviljunum.  Það er ýmislegt hægt að gera sem eykur líkur á góðum árangri.  Góðar einkunnir eru ekki fráteknar fyrir fáa útvalda, sem fengu stærðfræðigáfuna í vöggugjöf! ... [Lesa meira]

Bootcamp Fjarnámskeið í stærðfræði

Bootcamp Fjarnámskeið í stærðfræði

Ákveðin togstreyta ríkir á milli fjarnámskeiða og staðarnámskeiða, enda um nokkuð ólíka kosti að ræða.  E.t.v. ert þú enn þeirrar skoðunar að ekkert komi í staðinn fyrir kennara, standandi fyrir framan töfluna með krítina í hendi.  Ef svo er þá ertu að fara á mis við gríðarleg tækifæri sem felast í fjarnámi (sjálfsnámi).  Tækifæri sem hvorki þú né barnið þitt ættuð að láta fram hjá ykkur fara. ... [Lesa meira]

Viðtal í bæjarblaðinu Mosfellingur: “Markmiðið að efla námsgetu”

Viðtal í bæjarblaðinu Mosfellingur: “Markmiðið að efla námsgetu”

Davis lesblindunámskeiðin hafa hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu. Davis kerfið er nefnt eftir höfundi þess, Ronald D. Davis, sem var greindur með lesblindu og einhverfu á barnsaldri og átti jafnframt erfitt með tal. Ronald þróaði breyttar námsaðferðir sem henta vel þegar hefðbundnar aðferðir bera ekki árangur. ... [Lesa meira]

Stærðfræði er hluti af daglegu lífi

Stærðfræði er hluti af daglegu lífi

Fyrir nokkrum misserum fór ég ásamt samkennara mínum til London að kynna okkur kennsluaðferðir í stærðfræði sem kallast Numicon.  Þar er  börnum frá 4 ára aldri kennd grunnatriði í faginu með hlutbundnum aðferðum, þar sem tölurnar eru gerðar „raunverulegar“. ... [Lesa meira]

ÚFF – Er stærðfræðin erfið og leiðinleg?

ÚFF – Er stærðfræðin erfið og leiðinleg?

Það er staðreynd að mörgum nemendum reynist erfitt að læra stærðfræði. Foreldrarnir eiga líka erfitt með að aðstoða við heimanám og þetta verður ákveðin blindgata sem blasir við þegar ástandið er orðið svona.  Fyrir nemandann verður þar af leiðandi stærðfræðin orðin of erfið og þar af leiðandi leiðinleg. Neikvæðnin og svartsýnin hellist yfir og hættan er að nemandinn gefist hreinlega upp. ... [Lesa meira]

Lesblinda og stærðfræði (Guðni Kolbeinsson les)

Lestrar- og stærðfræðiörðugleikar tengjast nánum böndum.  Margir sem glíma við lestrarörðugleika eiga mjög erfitt með stærðfræði. En hitt þekkist líka, að stærðfræðin leiki í höndunum á þeim (eða huganum). ... [Lesa meira]

Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]

Er þitt barn í 5.-10. bekk? Sýndu því þetta [myndband]

Sjáðu hvers vegna slakur hugtakaskilningur í stærðfræði getur reynst mjög afdrifaríkur þegar fram í sækir. ... [Lesa meira]

Til hvers að læra stærðfræði?

Til hvers að læra stærðfræði?

Í upphafi hverrar annar kemur ávallt upp sú spurning hjá nemendum „af hverju þarf ég að læra stærðfræði?“ ... [Lesa meira]