Lesblinda og stærðfræði (Guðni Kolbeinsson les)

Lestrar- og stærðfræðiörðugleikar tengjast nánum böndum.  Margir sem glíma við lestrarörðugleika eiga mjög erfitt með stærðfræði.

En hitt þekkist líka, að stærðfræðin leiki í höndunum á þeim (eða huganum).

Kvíðahnútur

Hér heyrir þú Guðna Kolbeinsson lesa brot úr efni Betra náms um tengsl lesblindu og stærðfræði.

Ef þitt barn á erfitt með hugarreikning, margföldun, reiknar á fingrum, þá er mjög líklegt að þjálfunarnámskeið eins og Reiknum hraðar komi að mjög góðum notum.

Þegar lengra er komið í stærðfræðinni birtast erfiðleikarnir oft í hugtökum og birtist það óvíða betur en í almennum brotum.

Foreldrar eiga oft erfitt með að átta sig á orsökum ýmissa erfiðleika.  Ég vona því að þessar upplýsingar komi sér vel og að aukinn skilningur skili sér í meiri þolinmæði leiðbeinenda gagnvart nemendum sem glíma við vandann.

      Lesblinda og stærðfræði

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.