Um mig

Kolbeinn SigurjónssonVelkomin(n) á bloggsíðu Betra náms.  Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám.  Betra nám veitir einkum ráðgjöf  í tengslum við lesblindu og námsörðugleika, en einnig er mikil áhersla lögð á upplýsingagjöf fyrir foreldra.

Davis lesblindunámskeið eru hluti af námskeiðum Betra náms enda tók ég virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar til Íslands á árunum 2003-2005, m.a. sem framkvæmdastjóri Lesblind.com sem var stofnað sérstaklega í þeim tilgangi að innleiða Davis hugmyndafræðina.

Á þessum tíma kom fjöldi erlendra Davis leiðbeinenda og sérfræðinga til landsins og hlaut rúmlega 20 manna hópur Íslendinga menntun sína á þessum tíma.  Upphafsmaður Davis kerfisins og höfundur metsölubókarinnar Náðargáfan Lesblinda, Ron Davis, kom einnig nokkrum sinnum til landsins  á okkar vegum og hélt m.a. fyrirlestra um lesblindu í fullu húsi í Háskólabíói.

Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992, námi í Kerfisfræði frá TVÍ 1995 (nú Háskólinn í Reykjavík) auk Diplómanáms frá Alþjóðlegu Davis samtökunum 2004(DDAI) og Bsc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010.  Árið 2011 lauk ég diplómanámi í dáleiðslumeðferð (Hypno-Therapy) frá Hypnosis-Centre í Skotlandi.  Ég er meðal stofnmeðlima í Félagi Dáleiðslutækna (The Icelandic Hypnotherapy Society).

Ég hef starfað við Davis ráðgjöf frá árinu 2003 eða síðan aðferðafræðin var innleidd á Íslandi, fyrst sem framkvæmdastjóri Lesblind.com.  Ég tók þátt í að stofna Lesblindusetrið árið 2005 ásamt 5 öðrum ráðgjöfum og Betra nám í ársbyrjun 2008.  Fram til 2004 starfaði ég við hugbúnaðarþróun.

Auk einkaráðgjafar vinn ég fyrir Mími símenntun og Hringsjá (Náms- og starfsendurhæfing) auk sérnámskeiða fyrir fræðslu- og símenntunarstöðvar.  Lesblindusetrið hlaut árið 2007 tilnefningu Fréttablaðsins til Samfélagsverðlauna fyrir “Framlag til æskulýðsmála”.

Þér er velkomið að skoða þig um eða hafa samband.

Skrifstofur Betra náms eru í Kjarna, Mosfellsbæ

Skrifstofur Betra náms eru í Kjarna, Mosfellsbæ

Betra nám er:
GK Ráðgjöf ehf.
kt. 550403-3660
Banki: 549-26-3660
Kjarni – Þverholti 2 – 5. hæð
270 Mosfellsbær
Sími 566 66 64
Heimasíða: www.betranam.is