Davis lesblindunámskeið

Er þitt barn lesblint?

Lesblinda hefur áhrif á námsgetu og skólagöngu þúsunda nemenda.  Lesblinda hefur þannig bein áhrif á líðan og afköst í námi, oft með afar slæmum afleiðingum á framhaldsnám og atvinnumöguleika.

Davis leiðrétting er einstaklingsúrræði sem hefur gefið afar góða raun og hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu.
Davis námskeið er vikulangt einstaklingsanámskeið sem fylgt er eftir með heimavinnu.

Ferlið er þrískipt

  1. Viðtal: Mat er lagt á stöðu einstaklingsins og möguleg úrræði.  Upplýsingar og tímapantanir eru hér.
  2. Lesblindunámskeið: Einstaklingsnámskeið þar sem nemandinn er þjálfaður.
  3. Eftirfylgni: Einstaklingurinn fylgir lesblindunámskeiðinu eftir heima. Tveir 30 mínútna eftirfylgnitímar hjá ráðgjafa.

panta_vidtal
Davis leiðrétting (lesblindunámskeið) leggur grunninn að breyttum námsaðferðum og hentar því vel þegar hefðbundnar lestraraðferðir bera ekki árangur.  Davisnámskeið eru bæði fyrir lesblindu og reikniblindu

Lesblindu-leiðrétting (5 dagar)
Stærðfræði-leiðrétting (8-9 dagar)

Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.  Einstaklingurinn nýtur því styrkleika sinna og námskeiðið þarf alls ekki að reynast honum/henni erfitt. Um 10-15% nemenda glíma við lesblindu og því má áætla að 30-40 þúsund manns glími við lestrarörðguleika af einhverju tagi. Lesblinda getur haft veruleg áhrif á námsframvindu einstaklingsins.

Erfiðleikar kunna að skapast í lestri þegar ungir nemendur bregðast ítrekað rangt við táknum og óvissu, með þeim afleiðingum að þeir festast í ósjálfráðum viðbrögðum. Lesblindan birtist sem hik, ágiskanir og pirringur. Þessi ósjálfráðu viðbrögð leiða til svokallaðrar “skynvillu”, þ.e. við “dettum út” í augnablik.
Meðan á skynvillu stendur er ekki víst að einstaklingurinn upplifi raunveruleikann nema í bjagaðri mynd.

Bókstafurinn/orðið kann því að birtast nemandanum í rangri mynd meðan á skynvillunni stendur – nemandinn dregur því rangan lærdóm af því sem hann upplifði.
Dæmi: “b” verður “d”, “það” verður “að”. Þessi einkenni eru einu nafni nefnd lesblinda (dyslexia).

Markmið Davis leiðréttingar er að gera einstaklinginn færan um að stöðva skynvilluna, og síðar meir að koma í veg fyrir hana meðan á lestri stendur. Til þess þarf að að eyða allri óvissu sem nemandinn kann að finna fyrir þegar hann horfir á bókstafi, greinarmerki og orð.
Því er afar mikilvægt að námskeiðinu og ráðleggingum ráðgjafans sé fylgt eftir til enda.

Skynvilla er líklegasta ástæðan fyrir því að ítrekaðar lestraræfingar skila litlum árangri. Ef sí-endurteknar lestraræfingar dygðu til, þá glímdi enginn við lestrarörðugleika til lengri tíma.

Hitt er líklegra, að lestraræfingar sem skilað hafi litlum árangri jafnvel árum saman – geri í raun lítið annað en að kveikja á skynvillu hjá nemandanum. Einkenni lesblindunnar minnka því lítið með auknum lestri.
Hann gerir því ítrekað sömu mistökin, víxlar sömu stöfunum og les sömu orðin vitlaust. Þegar svona er komið má segja að verið sé að vinna á röngum enda.

Öll námsgögn eru innifalin í verði námskeiðsins ásamt eftirfylgni sem nemur 3 klst. með Davis ráðgjafanum og ótakmörkaðri aðstoð í síma og tölvupósti.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi og námskeiðsvikur einnig.

Sagt um námskeiðið:

– “Það má segja að hann hafi eignast nýtt líf”
– “Augun opnuðust upp á nýtt”
– “Sjálfstraustið jókst þvílíkt”
– “Öll síðan gat farið á flakk – nú get ég stjórnað því”
– “Þvílíkur munur!”
– “Get ekki metið það til fjár sem þetta gerði fyrir barnið mitt”
– “Þakka ykkur fyrir aðstoðina”

panta_vidtal