Þú ert það sem þú hugsar – Rafbók eftir James Allen

Mark Victor Hansen“Ég hef lesið hana a.m.k. 25 sinnum”.

Mark Victor Hansen, meðhöfundur The Chicken Soup bókanna sem selst hafa í yfir 100 milljónum eintaka
asaman(2D)_new
Stendur þú frammi fyrir áskorunum eða breytingum? Eða viltu einfaldlega fá meira út úr lífinu? Ertu orðin þreytt(ur) á að bíða eftir því að lífið taki rétta stefnu?
Þessi klassíska bók fæst aðeins á íslensku í sérútgáfu Betra náms.
Bókin er 5.792 orð (u.þb. 30 bls) en hlaðin gildi og merkingu.  Þessi bók fær þig til að hugsa og getur breytt lífi þínu, takir þú það til þín sem í henni stendur.

Verð kr. 2.170.-

Bókin stendur einungis meðlimum í Póstklúbbi Betra náms til boða.
Skráning í póstklúbbinn er hér til hliðar og öllum opin.

Skráning í póstklúbbinn kostar ekkert og henni fylgir engin skuldbinding.

BREYTTU HUGSUNUM ÞÍNUM OG ÞAR MEÐ LÍFI ÞÍNU

Í bókinni eru settar fram magnaðar kenningar um áhrif hugarfars á líf okkar.  Earl Nightingale, “faðir” nútíma sjálfstyrkingar kallar þessa bók “The strangest secret”.
Rafbókin er til á PDF og Amazon Kindle sniði

Rafbókin er til á PDF og Amazon Kindle sniði

Mörgum reynist það þrautin þyngri að breyta lífi sínu til hins betra, að ná árangri eru óljósir draumar fremur en raunveruleiki. Bókin er áhrifamikil lesning og lætur lesandann horfast í augu við eigin ábyrgð á lífi og lífsgæðum.

Viltu hjálp við að losna úr viðjum vanans?
Hefur þú byrjað á nýjum verkefnum og siðum og gefist upp innan skamms. Hefur þú velt því fyrir þér hvers vegna gæðum lífsins virðist vera misskipt?
Er kominn tími á breytingar?
Bókin Þú ert það sem þú hugsar kemur inn á þessa hluti og bíða þín. Bókin vekur lesandann til umhugsunar og kallar á að hún sé lesin aftur og aftur.
Í lífi þínu getur þú verið knapinn eða hesturinn. Sértu hestur stjórnar þú litlu og líf þitt stjórnast af utanaðkomandi aðstæðum og atburðum. Þú ferð í gegnum lífið tiltölulega stjórnlaust eins og stýrislaust skip, án ákvörðunarstaðar og markmiða. Knapinn stjórnar eigin lífi, markmiðum og stefnum. Hann uppsker eins og hann sáir og veit af því.

ERTU TILBÚIN FYRIR BÓKINA SEM BREYTTI LÍFI MILLJÓNA MANNA?

Boðskapur Þessarar ríflega aldargömlu perlu á eins vel við í dag og þegar hún var skrifuð fyrir rúmum 100 árum!
Það væri kæruleysi að lesa hana ekki.  Það er val að lesa hana og það er val að sleppa því!  Á hvaða sviði lífsins sem er, í námi, vinnu eða íþróttum, er það hugarfarið sem skiptir máli.
Með réttu hugarfari sérðu tækifæri alls staðar og í öllu. Með röngu hugarfari sérðu vandamál og fyrirstöður alls staðar. Þitt er valið.
Sagt um bókina:
“Ég hef lesið bókina a.m.k. 25 sinnum.”
– Mark Victor Hansen, meðhöfundur “The Chicken Soup books” 
“Sumar bækur eru svo góðar og nytsamlegar að þú lest þær aftur og aftur. Ekki síst vegna þess að þú veist að innihald þeirra skiptir máli og þú þarft að minna þig á það endrum og eins. Þú ert það sem þú hugsar, eftir James Allen er slík bók”.
– Bókarýni úr Michigan Chronicle
“Allt sem maðurinn afrekar eða mistekst að afreka, er bein afleiðing af hugsanahætti hans.”
-James Allen, Þú ert það sem þú hugsar
“Ég les bókina reglulega til að minna mig á og bæta mig sem manneskju, ómetanlegt hjálpargagn. Takk fyrir mig.”
 
“Sannleikurinn liggur í orðunum á hverri síðu! Hvern dreymir ekki um betra líf en situr svo bara og bíður eftir að það banki upp á?”
-Íslenskur lesandi

Um höfundinn, James Allen (1864-1912)

James Allen, höfundur bókarinnar

James Allen, höfundur bókarinnar

Þótt bókin “Þú ert það sem þú hugsar” sé ein þekktasta bók hvatningabókinna, er ekki það sama hægt að segja um höfundinn, James Allen.

Hann starfaði sjálfur lengst af sem aðstoðarmaður eða ritari í stórum fyrirtækjum þar til hann gaf út bókina árið 1902. “Þú ert það sem þú hugsar” var þriðja bók James og gerði velgengni hennar honum kleift að flytjast út í sveitina ásamt fjölskyldu sinni og einbeita sér að ritstörfum þar til hann lést óvænt fyrir aldur fram, einungis 48 ára gamall.