Eru tungumálanámskeið gagnslaus?

Eru tungumálanámskeið gagnslaus?

Fjölmargir þeirra sem leita til mín eiga erfitt með að læra tungumál…í skóla eða á tungumálanámskeiðum!  Þessir nemendur geta oft talað og skilið ensku, en uppskera engu að síður lágar einkunnir í tungumálum.  Hver er tilgangur tungumálanáms, ef ekki að geta tjáð sig á erlendu tungumáli?

 Í raun er spurningin þessi: Er markmiðið með tungumálanámskeiðum að gera fólki (því nemendur eru jú fólk) kleift að tjá sig í samskiptum á erlendum málum?

Hver er tilgangurinn að baki tungumálanámi?

Hver er tilgangurinn að baki tungumálanámi?

Móðurmálið lærum við með hlustun.  Heyrnarskert börn byrja seinna að tala og geta átt í talerfiðleikum.  Hlustun er því veigamikill hluti af tungumálanámi.

  • Eftir langt hlustunartímabil förum við að tala
  • Síðan bætist við ritun og lestur
  • Loks málfræði

Allt á haus

Þegar við hefjum tungumálanám þá er þessu gjarnan snúið á haus:

  • Byrjað er á málfræði, ritun og lestri
  • Tal og hlustun er í algjöru lágmarki

Það segir sig sjálft að 2-3 skipti í viku, 40 mínútur í senn gerir ekki mikið gagn, jafnvel þótt sá tími væri eingöngu notaður í hlustun.

En því eru þá flest tungumálanámskeið byggð upp þannig?

Ofan á þetta bætist að einhvern veginn verður nú að mæla „árangurinn“, og því þarf að vera hægt að setja fram próf þar sem svörin eru ýmist rétt eða röng.

Og hvað er þá betra en að grípa til ritunar og gefa einkunn fyrir réttritun og málfræðinotkunar.  Því hvernig ætti annars að vera hægt að mæla orðaforða og máltilfinningu?

Ef nemandi nær ekki framförum; hann getur ekki orðað hugsanir sínar, myndað málfræðilega réttar setningar án þess að hugsa, hver er þá að bregðast hverjum?

Er nemandinn að bregðast kerfinu eða er kerfið að bregðast nemandanum?

Þegar ég lærði þýsku í framhaldsskóla gerði ég það með tilsettum skilyrðum, en það þýddi ekki að ég gæti tjáð mig á tungumálinu.

Það þýddi aðeins að ég gat leyst þær þrautir sem lagðar voru fyrir mig á prófunum.  Ég vissi hvað tiltekin orð þýddu, gat skrifað þau þokkalega rétt og gat sett rétt orð á réttan stað í eyðufyllingum o.s.frv.

Ég náði e.t.v. markmiðum skólans en ég náði engan veginn markmiðum mínum.

Ég hvorki gat talað né skilið þýsku!

Góð samskipti

Góð samskipti

Er það nema von að maður spyrji sig í hvers þágu slíkt kerfi er byggt upp?  Því slíkt kerfi heldur kennaranum sannarlega uppteknum og nemendunum líka.  En hver er raunverulegur ávinningur?

Það veltur líklega á markmiðinu og við hvað er miðað.

Flestir sem sækja tungumálanámskeið á eigin vegum:

  • Eru eldri en 25 ára
  • Vilja geta talað og skilið tungumálið

Enginn kemur með því markmiði að læra óreglulegar sagnir eða muninn á núliðinni tíð og þáliðinni tíð (á það ekki heima í íslenskukennslunni?).

Með þetta í huga var ákveðið að bjóða upp á tungumálanámskeið frá Learn Real English, en það er þeim kostum gætt að:

  • Notast nánast eingöngu við hlustun
  • Þú lærir meðan þú gengur úti, skokkar eða slakar á
  • Engar kröfur um málfræði, glósur, ritun eða lestur
  • Þú lærir tungumálið eins og þú lærðir þitt eigið móðurmál

Það sama á við um hin frábæru Pimsleur tungumálanámskeið en úrval tungumálanámskeiða þar er frábært, um 50 tungumál.

Hvort sem þú vilt læra ítölsku, frönsku, spænsku eða norðurlandamál þá er óhætt að mæla með Pimsleur tungumálanámskeiðunum.

Þú finnur allt um tungumálanámskeiðin á tungumálavef Betra náms.

 

Slík framsetning mun seint eiga upp á pallborðið í skólakerfinu, því hvernig mælir þú árangurinn þegar ritun, lestur og málfræði er ekki lengur þungamiðja námsins?  Fyrir hvað á að refsa?  Og hvað á að gera við 2-3 kennslustundir í viku þegar nemandinn getur hlustað sjálfur heima hjá sér daglega, 5-7 daga vikunnar með margföldum árangri?  Hvað á kennarinn að gera þegar nemandinn þarf ekki lengur á honum að halda til að læra að tala og skilja tungumálið?

Hvað á að gera þegar markmið nemandans og kennarans eru ekki þau sömu?  Er kennarinn yfirvald eða þjónustuaðili sem gerir nemandanum kleift að ná markmiðum sínum?  Hvert verður hlutverk kennarans í skólaumhverfi framtíðarinnar?

Kennari sem aðhyllist breytta kennsluhætti er líklega í knappri stöðu til að gera breytingar.  Honum er  haldið í spennitreyju námsskrár sem hann hefur lítið vald yfir.  Kennarinn er sjálfur bundinn af kerfinu sem hann er hluti af.

Hvenær mun þetta breytast?

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.