Eitt helsta aðalsmerki þeirra sem ná að afkasta miklu og uppskera þannig meira á skemmri tíma er....einbeiting. Mótsögnin felst samt í því að oft eru þetta einstaklingar sem sýna mörg einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrests! Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir geta haldið einbeitingu þegar svo ber undir, sýna stefnufestu og gefast ekki upp. Sjáðu hvað þú getur lært af þeim. ... [Lesa meira]
Fullorðnir glíma líka við lesblindu
Lesblinda vex ekki af fólki! Lesblinda er samansafn einkenna sem hverfa sjaldnast af sjálfu sér. Richard Whitehead er í forsvari fyrir "The Learning People" sem sérhæfir sig m.a. í Davis lesblindunámskeiðum. Richard kom hingað til lands í tengslum við innleiðingu okkar á Davis aðferðafræðinni. Sjáðu á 5 mínútum hvernig lesblinda hefur sett mark sitt á líf og skólagöngu fjölda fólks. ... [Lesa meira]
Orsakar bílveiki lesblindu?
Ron Davis, upphafsmaður Davis lesblindunámskeiðanna, mátti þola niðurlægingu, útskúfun og barsmíðar á æskuárum sínum. Honum var talin trú um að hann væri þroskaheftur og óhæfur til náms (e. "uneducatable"). Enn í dag er Davis aðferðin gagngrýnd af mörgum, ekki síst skólasamfélaginu fyrir að vera ekki nógu vísindalega þróuð aðferð. En tíminn hefur unnið með Davis aðferðunum og ýmislegt forvitnilegt hefur komið í ljós. ... [Lesa meira]
Þegar athyglisbrestur og lesblinda er kostur
Við heyrum oftast um lesblindu og athyglisbrest (dyslexiu og ADD) í neikvæðu samhengi, a.m.k. í tenglslum við nám. En svo þarf alls ekki að vera. Lesblinda getur nýst dásamlega vel í námi. Ástæðan kann að koma þér á óvart. ... [Lesa meira]
Einhverfi ofvitinn Jósep lærði þetta á 2 mínútum – en getur þú það?
"Hefur þú ofvitahæfileika?" Þannig hljómar fyrirsögn greinarinnar um einhverfa ofvita í Lifandi vísindum. Þar segir frá Jósep Söllevan sem lærði 36 samhengislausa talnarunu utan að. Hið ótrúlega er að þú getur það líka, en prófaðu fyrst! ... [Lesa meira]
5 kostir þess að setja sér mörk og slæmar afleiðingar þess að gera það ekki
Viltu koma meiru í verk? Læra hraðar? Lesa hraðar? Afkasta meiru? Auðvitað viltu það. En skyldi það vera mögulegt án þess að auka streituna, vinna hraðar, meira og lengur? Já, heldur betur, og það er alls ekki eins erfitt og maður gæti haldið. ... [Lesa meira]
Finnst þér þægilegt að læra, lesa eða skrifa á kaffihúsi? Prófaðu þá þetta.
Fyrir suma er þögnin verra en allt. Þægilegur kliður - sem þó truflar ekki athygli manns - er oft betri. Hér er einföld og skemmtileg lausn á þessu sem þú getur notað hvar og hvenær sem er, hvort sem þú notar tölvu eða síma. ... [Lesa meira]
Er auðveldara að dáleiða fólk með litla athygli?
Flestir sem greinast með athyglisbrest eru í reynd með mjög góða athygli. E.t.v. einum of góða, hún er hreinlega alls staðar (Sjá víðhygli). Huganum má skipta í tvennt, vitund og undirvitund. Um 90% heilastarfsemi okkar er talin vera ómeðvituð, þ.e. fer fram í undirvitundinni. Aðeins um 10% eru meðvitaðar hugsanir. Þær hugsanir fylla athygli okkar engu að síður og því finnst okkur eins og athyglin taki mun meira rými en hún raunverulega gerir. Undirvitundin er gríðarlega öflug, hún er ... [Lesa meira]
Lesblinda – Eðlileg eða afbrigðileg?
Er minnihlutinn sjálfkrafa afbrigðilegur og er meirihlutinn sjálfkrafa „eðlilegur“. Og hvar liggja mörkin? Eru lesblindir einstaklingar sjálfkrafa annars flokks nemendur því þeir eru í minnihluta (10-20%)? Hvað ef 50% væru lesblindir? Væri skólakerfið þá sjálfkrafa betra þar sem það myndi laga sig að gjörbreyttum aðstæðum? Aðstæðum þar sem lestrarörðugleikar væru ekki skilgreindir sem frávik heldur regla. Spyr sá sem ekki veit. ... [Lesa meira]
Þetta eina atriði getur hjálpað þér að afkasta helmingi meiru!
Innst inni dreymir okkur öll um töfralausnina. „Bara að ég hefði meiri tíma...“. Þú hefur nægan tíma. Ef þú fylgir þessu eina ráði þá eru góðar líkur á því að þú getir aukið afköst þín um 100%, í námi eða vinnu! ... [Lesa meira]