Þetta eina atriði getur hjálpað þér að afkasta helmingi meiru!

Þetta eina atriði getur hjálpað þér að afkasta helmingi meiru!

Innst inni dreymir okkur öll um töfralausnina. „Bara að ég hefði meiri tíma…“. Þú hefur nægan tíma. Ef þú fylgir þessu eina ráði þá eru góðar líkur á því að þú getir aukið afköst þín um 100%, í námi eða vinnu!Því ef þú ert eins og flestir aðrir, þá veistu vel að þú „svindlar“stundum.  Og hvert skyldi þetta einfalda ráð vera?

Ráðið er…

að slökkva á tölvunni/símanum þegar þú þarft að koma einhverju í verk!

Gerðu 1 í einu - það er fljótlegraVonandi varðstu ekki fyrir vonbrigðum.

Í fæstum tilvikum er þörf á tölvu þegar nám er annars vegar. Mestur tími fer í lestur eða verkefnavinnu. Tölvur koma þar lítið nærri. Það er sjálfsblekking að halda því fram.   Þú hefur líklega margoft „lent“ í því að ætla aðeins í tölvuna og áður en þú veist eru 30 mínútur liðnar. Tölvupóstur, facebook og youtube eru skelfilegir tímaþjófar hvað þetta varðar.

Því allt hefur sinn tíma

Ekki leika þér þegar þú þarft að koma einhverju í verk. Ekki hanga á netinu, horfa á sjónvarpið eða skrifa SMS þegar þú ert í vinnunni eða lærir.
Þetta gildir í hina áttina líka. Ekki „hanga“ í vinnunni þegar þú átt fría stund með fjölskyldu eða börnum. Það er líka sjálfsblekking. Þú kemur hvort sem er litlu í verk með börn yfir þér og þú veist það vel.

Semsagt, slökktu á sjónvarpi, síma og tölvu þegar þú sinnir bóknámi. Njóttu þess frekar að horfa á sjónvarp, YouTube eða skoða Facebook þegar þú veist að þú átt ekki að vera að gera neitt annað á meðan.

Dragðu línu þarna á milli. Það er ekki eins erfitt og þú heldur.  Þvert á móti.

Við vinnum hraðar í lotum, það er auðveldara að einbeita sér og þú dettur inn í verkefnið.  Það kostar ótrúlega mikla orku að skipta ört á milli verkefna.  Rannsóknir hafa sínt að það taki allt að 15 mínútur að komast aftur inn í verkefni eftir stutta truflun, s.s. símtal eða stutt samtal frá samstarfsmanni eða -konu.

Af þessum sökum hefur einnig verið sýnt fram á að “venjulegur” starfsmaður “vinnur” aðeins í um 3 klukkustundir á dag.  Hinar 5 eru undirlagðar, spjalli, síma, tölvupósti, truflunum, kaffi- og matartímum og svo mætti lengi telja.

Stærsti kosturinn? Þú afkastar helmingi meira á styttri tíma og getur snúið þér aftur að afþreyingunni fyrr en ella.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!