Vertu þolinmóð og gefðu hlutunum tíma. Þannig manstu betur - þegar á reynir - hvers vegna þú ákvaðst upphaflega að byrja! ... [Lesa meira]
Eru námsörðugleikar kennsluörðugleikar?
Þú þekkir líklega einhvern sem glímir við námsörðugleika. Einhver sem á erfitt með lestur, utanbókarlærdóm, tungumál eða stærðfræði. Sjálfsálit þeirra sem glíma við námsörðugleika er sjaldnast gott enda vísar hugtakið til þess að viðkomandi eigi erfitt með að ... læra. En hvernig má það vera að fullkomlega eðlilegt og greint fólk glímir við námsörðugleika? Er maður kannski bara vitlaus? ... [Lesa meira]
Hvað er Davis lesblindunámskeið (Davis leiðrétting)?
Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið sem hjálpar þeim sem glíma við lestrarörðugleika eða lesblindu. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín og þess vegna hentar Davis lesblindunámskeið þeim sem eiga auðveldara með verkleg fög en bókleg. ... [Lesa meira]
Er ofvirkni (ADHD) lykillinn að árangri í íþróttum?
Flest umfjöllun um ofvirkni og lesbindu er á neikvæðum nótum. Neikvæðar hliðar fá gríðarlega athygli enda birtast þær oft vel í námi og nám og skólaganga taka drjúgan tíma á mótunarárum einstaklingsins. Þegar árangur afreksmanna er skoðaður kemur nokkuð forvitnilegt í ljós. ... [Lesa meira]
Orsakar skortur á áhugahvöt ofvirkni (ADHD)?
Bandarísk rannsókn frá árinu 2009 bendir til þess að skortur á áhuga geti orsakað einkenni ADHD. Skortur á dópamíni (stundum kallað "gleðihormón") valdi því að einstaklingurinn missir áhugann og þar með athyglina. Þetta sé nokkuð sem skólakerfið þurfi að taka til greina. ... [Lesa meira]
Orsakar bílveiki lesblindu?
Ron Davis, upphafsmaður Davis lesblindunámskeiðanna, mátti þola niðurlægingu, útskúfun og barsmíðar á æskuárum sínum. Honum var talin trú um að hann væri þroskaheftur og óhæfur til náms (e. "uneducatable"). Enn í dag er Davis aðferðin gagngrýnd af mörgum, ekki síst skólasamfélaginu fyrir að vera ekki nógu vísindalega þróuð aðferð. En tíminn hefur unnið með Davis aðferðunum og ýmislegt forvitnilegt hefur komið í ljós. ... [Lesa meira]
Einkenni sem þú hafðir ekki hugmynd um að tengdust lesblindu. Eru einhver kunnugleg?
Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar. Þó eru "klassísk" einkenni til staðar en einnig önnur sem alla jafna eru ekki tengd lesblindu. Sum gætu verið kunnuglegri en þig grunar! ... [Lesa meira]
Þegar athyglisbrestur og lesblinda er kostur
Við heyrum oftast um lesblindu og athyglisbrest (dyslexiu og ADD) í neikvæðu samhengi, a.m.k. í tenglslum við nám. En svo þarf alls ekki að vera. Lesblinda getur nýst dásamlega vel í námi. Ástæðan kann að koma þér á óvart. ... [Lesa meira]
Einhverfi ofvitinn Jósep lærði þetta á 2 mínútum – en getur þú það?
"Hefur þú ofvitahæfileika?" Þannig hljómar fyrirsögn greinarinnar um einhverfa ofvita í Lifandi vísindum. Þar segir frá Jósep Söllevan sem lærði 36 samhengislausa talnarunu utan að. Hið ótrúlega er að þú getur það líka, en prófaðu fyrst! ... [Lesa meira]
Finnst þér þægilegt að læra, lesa eða skrifa á kaffihúsi? Prófaðu þá þetta.
Fyrir suma er þögnin verra en allt. Þægilegur kliður - sem þó truflar ekki athygli manns - er oft betri. Hér er einföld og skemmtileg lausn á þessu sem þú getur notað hvar og hvenær sem er, hvort sem þú notar tölvu eða síma. ... [Lesa meira]