Davis lesblindunámskeiðin hafa hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim í glímunni við lesblindu. Davis kerfið er nefnt eftir höfundi þess, Ronald D. Davis, sem var greindur með lesblindu og einhverfu á barnsaldri og átti jafnframt erfitt með tal. Ronald þróaði breyttar námsaðferðir sem henta vel þegar hefðbundnar aðferðir bera ekki árangur. ... [Lesa meira]
4 atriði sem aðgreina Davis lesblindunámskeið frá öðrum úrræðum
Margar kenningar eru á lofti um raunverulegar ástæður lesblindu og sitt sýnist hverjum. Þú færð væntanlega mismunandi ráðleggingar og upplýsingar allt eftir því við hvern þú talar. Davis er að mörgu leyti á skjön við "hefðbundnar" aðferðir og hefur frá upphafi verið nokkuð umdeild aðferðafræði. Einhverra hluta vegna kom harðasta gagnrýnin frá skólasamfélaginu og jafnvel sérkennurum. Einhver myndi segja að það væri eins og kasta steini úr glerhúsi. En hver er eiginlega munurinn á Davis ... [Lesa meira]
Hvað er Davis lesblindunámskeið (Davis leiðrétting)?
Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið sem hjálpar þeim sem glíma við lestrarörðugleika eða lesblindu. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín og þess vegna hentar Davis lesblindunámskeið þeim sem eiga auðveldara með verkleg fög en bókleg. ... [Lesa meira]
Þess vegna skaltu forðast hægan lestur eins og heitan eldinn
Lestrarhraði fólks er afar mismunandi. Þú veist líka að stundum lestu hægt og stundum hraðar. En það er full ástæða til að forðast hægan lestur þar sem fylgifiskar þess að lesa hægt eru fæstir góðir. Hér eru 4 glóheitar ástæður fyrir því að lesa hægt. ... [Lesa meira]
Fullorðnir glíma líka við lesblindu
Lesblinda vex ekki af fólki! Lesblinda er samansafn einkenna sem hverfa sjaldnast af sjálfu sér. Richard Whitehead er í forsvari fyrir "The Learning People" sem sérhæfir sig m.a. í Davis lesblindunámskeiðum. Richard kom hingað til lands í tengslum við innleiðingu okkar á Davis aðferðafræðinni. Sjáðu á 5 mínútum hvernig lesblinda hefur sett mark sitt á líf og skólagöngu fjölda fólks. ... [Lesa meira]
Hver er lestrarhraði barnsins þíns?
Láttu barnið lesa þennan stutta texta og sjáðu strax útkomuna. Svarið svo spurningunum úr textanum til að kanna eftirtektina. ... [Lesa meira]
Er ofvirkni (ADHD) lykillinn að árangri í íþróttum?
Flest umfjöllun um ofvirkni og lesbindu er á neikvæðum nótum. Neikvæðar hliðar fá gríðarlega athygli enda birtast þær oft vel í námi og nám og skólaganga taka drjúgan tíma á mótunarárum einstaklingsins. Þegar árangur afreksmanna er skoðaður kemur nokkuð forvitnilegt í ljós. ... [Lesa meira]
Þess vegna getur rétt orðalag og framsetning skipt öllu máli fyrir lesblindan nemanda
Sýnt hefur verið fram á að orðaforði lesblindra barna er oft minni en annarra. Hugtök reynast þeim oft snúin og stafsetning er slök. Þau eiga oft erfitt með að þekkja muninn á „undan“ og „eftir“, þeim getur reynst þrautin þyngri að læra dagana og „hægri/vinstri“ ruglingur er algengur. Foreldrar furða sig oft á því hve vitlaust barn sitt les litlu orðin í textanum, meðan sum lengri orðanna gengur betur að lesa. ... [Lesa meira]
Er hægt að lesa 25000 orð á mínútu eða er þetta svindl?
Myndlestur (e. photoreading) er lestrartækni sem hefur vakið áhuga, athygli og grunsemdir margra. Enda ekki furða, þar sem sagt er að lesandinn nái að lesa allt að 25000 orð á mínútu sem er gríðarlegur hraði í samanburði við meðal lestrarhraða sem er "aðeins" 250 orð. En hvernig er þetta gert, sjáðu hér! ... [Lesa meira]
Vofan í skólakerfinu
Þessi skoðun kann að falla í grýttan jarðveg hjá sumum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þetta tiltekna fag er kennt af svo miklum ákafa að það er eins og rauður þráður í gegnum skólagöngu flestra. Endar svo oft á því að vera fyrirstaða hjá mörgum, þrátt fyrir að þeir hafi árum saman skilað sínu í þessu fagi. Hvaða fag er þetta? ... [Lesa meira]