Hver er lestrarhraði barnsins þíns?

Hver er lestrarhraði barnsins þíns?

Láttu barnið lesa þennan stutta texta og sjáðu strax útkomuna.  Svarið svo spurningunum úr textanum til að kanna eftirtektina.

Lesum hraðar er hraðlestrarþjálfun fyrir börn sem byggir á því að þekkja orðmyndir (orð) á stigvaxandi hraða.  Barnið á að lesa orðið áður en það hverfur.

lesumhradarÞannig er sjónminnið örvað auk þess sem markmiðið er að fá nemandinn til að leggja niður hljóðun, en mörg börn halda hljóðun áfram eins og af gömlum vana í stað þess að einbeita sér að útliti orðsins.

Því fyrr sem nemandinn lærir útlit orðanna, því fyrr eykst lestrarhraðinn.

Námskeiðið fléttar saman nokkrum aðferðum sem örva lestrarhraða og sérkennarar og aðrir mæla með:

  • Að lesa orðin oft
  • Að lesa orðin upphátt, það örvar minnið
  • Að lesa algengustu orðin sérstaklega og læra orðmynd þeirra (t.d. algeng smáorð)
  • Að þjálfa lesandann í að greina á milli formlíkra orða, s.s. “vær” og “var”.
  • Að auka lestrarhraða jafnt með endurteknum lestraræfingum

Hver er lestrarhraði barnsins þíns?

Smelltu hér til að komast að því.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.