Ókeypis léttlestraræfingar í heilt ár!

Ókeypis léttlestraræfingar í heilt ár!

Er barnið þitt að stíga fyrstu skrefin í lestri? Vissir þú að Betra nám býður þér ókeypis þjálfunarefni á tveggja vikna fresti í heilt ár? Og ekki bara það, heldur færðu líka nýja léttlestrarsögu mánaðarlega?

Daníel dreki-léttlestrarsaga

Daníel dreki-léttlestrarsaga

Léttlestrarklúbbur Betra náms var settur á laggirnar til að auka úrval lesæfinga fyrir byrjendur. Þetta er ekki hefðbundinn lestrarklúbbur, langt frá því.

Grunnskólar landsins tóku þessu fagnandi og hafa rúmlega 1000 foreldrar um allt land skráð sig og börn sín til leiks. Skráning er ókeypis á heimasíðu klúbbsins á www.lettlestur.betranam.is.

Klúbburinn virkar þannig að á 2ja vikna fresti færðu sent nýtt efni, sem samanstendur af Microsoft powerpoint orðaglæru. Orðglæran inniheldur nokkur orð (oftast um 6), sem markmiðið er að barnið læri utanbókar.

Við samsetningu efnisins var eftirfarandi haft í huga:

  • Rannsóknir hafa sýnt að nemandi er fljótari að læra orð ef mynd er af merkingu þess nálægt
  • Glærurnar eru litríkar til að örva athygli og höfða betur til sjónminnis
  • Bókstafir eru í einfaldri leturgerð, fremur stórir
  • Orðin hreyfast við innkomu, til að tryggja athygli barnsins, að það horfi á orðið þegar það birtist
  • Aðeins 6 orð eru að jafnaði í glæru, en ekki er ráðlegt að leggja meira á minni barnsins í hverri umfer

Til að tryggja að barnið læri ekki einungis orðin í þeirri röð sem þau birtast í glærunum er hægt að stokka upp röðina.

Þessar góðu undirtektir og þátttaka hafa glatt mig mikið og ég vona að þú sjáir þér hag í því að skrá þig til leiks.
Að sjálfsögðu hjálpar líka til ef þú deilir þessum pósti (sjá hnappa hér að neðan) og jafnvel enn betra, að fara inn á www.lettlestur.betranam.is og deila vefsíðu klúbbsins þar.

wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!