4 atriði sem aðgreina Davis lesblindunámskeið frá öðrum úrræðum

4 atriði sem aðgreina Davis lesblindunámskeið frá öðrum úrræðum

Margar kenningar eru á lofti um raunverulegar ástæður lesblindu og sitt sýnist hverjum.  Þú færð væntanlega mismunandi ráðleggingar og upplýsingar allt eftir því við hvern þú talar.  Davis er að mörgu leyti á skjön við “hefðbundnar” aðferðir og hefur frá upphafi verið nokkuð umdeild aðferðafræði.  Einhverra hluta vegna kom harðasta gagnrýnin frá skólasamfélaginu og jafnvel sérkennurum.  Einhver myndi segja að það væri eins og kasta steini úr glerhúsi.  En hver er eiginlega munurinn á Davis lesblindunámskeiðunum og öðrum aðferðum sem oftast er beitt í glímunni við lestrarörðugleika?

Þeir sem bjóða upp á Davis lesblindunámskeið líta lestrar- og námsörðugleika einfaldlega öðrum augum.

Davis lesblindunámskeiðin eru frábrugðin hefðbundnum leiðum

Davis lesblindunámskeiðin eru frábrugðin hefðbundnum leiðum

Að rót vandans liggi í meðfæddum eiginleikum (styrkleikum) nemandans til að sjá hluti fyrir sér, hugsa í myndum fremur en orðum.

Styrkurinn liggur í því að eiga auðveldara með að sjá hluti sem heild, verkleg færni er mikil og listrænir eiginleikar oftast einnig.

Í stuttu máli sagt þá hentar verklegt, sjónrænt og skapandi nám þessum einstaklingum mun betur en “flatt” og “þurrt” (bóklegt).

Nemandinn þarf að hafa áhrif á framvinduna, vera gerandi en ekki þiggjandi.  Virkur en ekki óvirkur.

Davis lesblindunámskeið byggir á styrkleikum nemandans.  Það er frábrugðið hefðbundnum aðferðum að flestu leyti, m.a.:

1. Davis lesblindunámskeiðin byggja ekki á hljóðaaðferð

Lesblindir einstaklingar eiga auðvelt með að sjá hugsanir sínar og eiga því oftar erfitt með að hugsa í hljóðum.  Það getur því reynst erfitt að lesa með því að brjóta hugtakið upp í hljóð einstakra bókstafa (hljóðaaðferð).

Í stað þess að þvinga nemandann til að nota lestraraðferð sem er þeim erfið af náttúrulegum ástæðum, gerir Davis lesblindunámskeiðið þeim kleift að læra og skilja hugtök með sjónrænum hætti.  Sem er mun auðveldari fyrir lesblinda að meðtaka.

Mótþrói er því minni og árangurinn meiri.   Einfaldlega vegna þess að aðferðin hentar nemandanum betur og ógnar honum ekki.  Það er því síður þörf á heiftarlegum varnarviðbrögðum sem fylgja því að vera settur í aðstæður sem maður ræður ekki við.

2. Davis lesblindunámskeiðin byggja ekki á sífelldum endurtekningum

Lesblindir nemendur eiga erfitt með að muna hluti sem þeir skilja ekki fyllilega.

Sífelldar endurtekningar eru því tilgangslitlar, jafnvel tímasóun.  Slíkar endurtekningar auka fremur á spennuna og vanmáttarkennd nemandans.

Lesblindur nemandi þarf að sjá heildarmyndina til að skilja til fulls samhengið.  Að hamra inn staðreynd “af því bara” þjónar litlum tilgangi.

3. Davis lesblindunámskeiðin byggja ekki á tækjum, s.s. lituðum glærum né námsefni prentuðu í yfirstærð

Lesblinda getur leitt af sér vandamál tengd námi, einkum vegna þess að kennslan hentar ekki hugsunarhætti nemandans.

Lesblinda tengist ekki:

  • Lélegri sjón
  • Slakri heyrn
  • Lág greind

Sum hjálpartæki virðast vissulega gera lesturinn léttari en þau hjálpa nemandanum hvorki í daglegum lífi (litaglærur??) né að verða betri lesandi (án hjálpartækjanna þ.e.).

4. Davis lesblindunámskeiðin byggja ekki á lyfjagjöf

Það er mikilvægt fyrir lesblinda nemendur að axla ábyrgð og öðlast færni til að takast á við eigið nám.  Þar sem lesblinda er ekki sjúkdómur, eru lyf ekki viðeigandi.

Miklu líklegra er, að lesblinda eins og við skilgreinum hana sé eðlilegt ástand í ljósi þess hversu algengir lestrarörðugleikar eru.

Færa má rök fyrir því að lesblinda hafi ekki orðið að skilgreindu vandamáli fyrr en með tilkomu skólakerfisins.  Spurningin er hvort skólakerfinu takist að mæta þörfum þessa hóps nægilega vel með fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.