Er hægt að lesa 25000 orð á mínútu eða er þetta svindl?

Er hægt að lesa 25000 orð á mínútu eða er þetta svindl?

Myndlestur (e. photoreading) er lestrartækni sem hefur vakið áhuga, athygli og grunsemdir margra.  Enda ekki furða, þar sem sagt er að lesandinn nái að lesa allt að 25000 orð á mínútu sem er gríðarlegur hraði í samanburði við meðal lestrarhraða sem er “aðeins” 250 orð.  En hvernig er þetta gert, sjáðu hér!

photoreadingPaul Scheele er upphafsmaður tækninnar til til gamans má geta þá notar hann Davis athyglisstyllingu til að auka einbeitingu fyrir lesturinn.  Í stuttu máli virkar Photoreading (myndlestur) þannig að lesandinn fer í slökunarástand og rennir gríðarlega hratt yfir textann, u.þ.b. 1 bls á hverri sekúndu.

Undirvitundin meðtekur efnið og síðan er beitt sérstökum aðferðum til að endurvekja minningarnar eða sækja upplýsingarnar.  Hér á landi hefur namstaekni.is boðið upp á námskeið.

Hvort myndlestur (photoreading) er tækni sem einungis er á færri fárra að tileinka sér skal ósagt látið, en þetta virkar ótrúlegt fyrir leikmann að sjá.

Munurinn á hraðlestri og myndlestri

Munurinn er mikill.  Hraðlestur byggir á hraðari augnhreyfingum og oft er talað um tvöföldun á lestrarhraða í tengslum við hraðlestrarnámskeið.  Með þjálfun má lesandinn reikna með því að geta lesið á 400-800 orðum (fer eftir grunngetu og æfingum).  Hraðlestur umbyltir því ekki hvernig við lesum, hann byggir á sama grunni, þú lest einfaldlega hraðar.  Svipað og munurinn á því að ganga og hlaupa.

Myndlestur (photoreading) er allt annað mál.  Munurinn á 250 orðum á mínútu og 25.000 orðum á mínútu er 100-faldur sem jafngildir því að lesa eina blaðsíðu á 1 sekúndu í stað tæpra tveggja mínútna.  Það er umtalsverð bæting.  Ég tek það fram að ég þekki ekki myndlestur nægilega vel né hef ég tileinkað mér tæknina, en hún hefur sannarlega vakið forvitni mína.

En í fljótu bragði má sjá að hraðlestur byggir á einföldum hraðaæfingum sem flestir geta tileinkað sér, myndlestur er klárlega eitthvað sem ætti að vera þess virði að reyna en hversu almennur árangurinn er veit ég ekki.

En sjón er sögu ríkari, hér sjáum við glefsu úr sjónvarpsþætti og undrunarsvipur þáttastjórnandans leynir sér ekki!

 

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.