Margar kenningar eru á lofti um raunverulegar ástæður lesblindu og sitt sýnist hverjum. Þú færð væntanlega mismunandi ráðleggingar og upplýsingar allt eftir því við hvern þú talar. Davis er að mörgu leyti á skjön við "hefðbundnar" aðferðir og hefur frá upphafi verið nokkuð umdeild aðferðafræði. Einhverra hluta vegna kom harðasta gagnrýnin frá skólasamfélaginu og jafnvel sérkennurum. Einhver myndi segja að það væri eins og kasta steini úr glerhúsi. En hver er eiginlega munurinn á Davis ... [Lesa meira]
Hvað er Davis lesblindunámskeið (Davis leiðrétting)?
Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið sem hjálpar þeim sem glíma við lestrarörðugleika eða lesblindu. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín og þess vegna hentar Davis lesblindunámskeið þeim sem eiga auðveldara með verkleg fög en bókleg. ... [Lesa meira]
Fullorðnir glíma líka við lesblindu
Lesblinda vex ekki af fólki! Lesblinda er samansafn einkenna sem hverfa sjaldnast af sjálfu sér. Richard Whitehead er í forsvari fyrir "The Learning People" sem sérhæfir sig m.a. í Davis lesblindunámskeiðum. Richard kom hingað til lands í tengslum við innleiðingu okkar á Davis aðferðafræðinni. Sjáðu á 5 mínútum hvernig lesblinda hefur sett mark sitt á líf og skólagöngu fjölda fólks. ... [Lesa meira]
Þess vegna getur rétt orðalag og framsetning skipt öllu máli fyrir lesblindan nemanda
Sýnt hefur verið fram á að orðaforði lesblindra barna er oft minni en annarra. Hugtök reynast þeim oft snúin og stafsetning er slök. Þau eiga oft erfitt með að þekkja muninn á „undan“ og „eftir“, þeim getur reynst þrautin þyngri að læra dagana og „hægri/vinstri“ ruglingur er algengur. Foreldrar furða sig oft á því hve vitlaust barn sitt les litlu orðin í textanum, meðan sum lengri orðanna gengur betur að lesa. ... [Lesa meira]
Einkenni sem þú hafðir ekki hugmynd um að tengdust lesblindu. Eru einhver kunnugleg?
Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar. Þó eru "klassísk" einkenni til staðar en einnig önnur sem alla jafna eru ekki tengd lesblindu. Sum gætu verið kunnuglegri en þig grunar! ... [Lesa meira]
Hverjir greina lesblindu?
Hér má finna lista yfir aðila sem taka að sér að greina lesblindu. Betra nám greinir ekki lesblindu skv. þessum stöðlum, enda er lesblindugreining ekki forsenda námskeiðs hjá okkur. Vinsamlegast athugaðu að listinn kann að hafa breyst en hann er birtur skv. bestu vitund. ... [Lesa meira]
Vofan í skólakerfinu
Þessi skoðun kann að falla í grýttan jarðveg hjá sumum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þetta tiltekna fag er kennt af svo miklum ákafa að það er eins og rauður þráður í gegnum skólagöngu flestra. Endar svo oft á því að vera fyrirstaða hjá mörgum, þrátt fyrir að þeir hafi árum saman skilað sínu í þessu fagi. Hvaða fag er þetta? ... [Lesa meira]
Áhugavert viðtal við Ron Davis, upphafsmann Davis lesblindunáskeiðanna
Í þessu viðtali segir Ron Davis, upphafsmaður Davis námskeiðsins (oft nefnt Davis leiðrétting), frá því hvernig Davis lesblindunámskeiðið varð til. Margt fróðlegt kemur þarna fram og eflaust geta margir samsamað sig með honum. ... [Lesa meira]
Þróun námsörðugleika í 6 skrefum
Eins og nærri má geta liggja margvíslegar ástæður að baki námsörðugleikum. En skyldi vera að þróun þeirra sé fyrirsjáanleg og með hvaða hætti væri þá mögulegt að stöðva þá þróun áður en í óefni er komið? ... [Lesa meira]
Eru smáorðin oft lesin vitlaust, þeim breytt eða jafnvel sleppt? (Myndband)
Flestir sem greinast með lesblindu eiga eitt sameiginlegt. Smáorðin reynast þeim oft erfið. Þau eru oft lesin vitlaust og jafnvel sleppt. Algengt er að lesa "og" sem "ég", "það" sem "að", "vera" sem "var" og svo mætti lengi telja. Kíktu á þetta myndband og athugaðu hvort þú kannast við einkennin. ... [Lesa meira]