Hverjir greina lesblindu?

Hverjir greina lesblindu?

Hér má finna lista yfir aðila sem taka að sér að greina lesblindu.  Betra nám greinir ekki lesblindu skv. þessum stöðlum, enda er lesblindugreining ekki forsenda námskeiðs hjá okkur.  Vinsamlegast athugaðu að listinn kann að hafa breyst en hann er birtur skv. bestu vitund.

Greining á lesblindu (dyslexíu) fer fram í flestum skólum landsins oft í tengslum við kennsluráðgjafa á þjónustumiðstöðvum og/eða skólaskrifstofum sveitarfélaganna.

Greind eða ekki greind?

Greind eða ekki greind?

Formleg greining er ekki forsenda Davis lesblindunámskeiðs.  Flestir sem til okkar leita eru þegar með greiningu upp á vasann, en það er aukaatriði í sjálfu sér.

Betra nám býður upp á ókeypis stöðuviðtal þar sem markmiðið er að kanna stöðu (lestrar- og námslega) með möguleg úrræði í huga.  Stöðuviðtöl hjá Betra nám eru u.þ.b. 1 klukkustund og eru í boði án gjalds.

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur sjá um þjónustu við leik- og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar s.s. leikskólaráðgjöf, sálfræðiþjónusta og nýbúaþjónustu.

Þær eru m.a.:

  • Þjónustumiðstöð fyrir Árbæ og Grafarholt, Bæjarhálsi 1, sími 411 1200
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411 1300
  • Miðgarður, þjónustumiðstöð fyrir Grafarvog og Kjalarnes, Langarima 21, sími 411 1400
  • Þjónustumiðstöð fyrir Laugardal/Háaleiti, Síðumúla 39, sími 411 1500
  • Þjónustumiðstöð fyrir Miðborg og Hlíðar, Skúlagötu 21, sími 411 1600
  • Vesturgarður, þjónustumiðstöð í Vesturbæ, Hjarðarhaga 45-47, sími 411 1700

Skólaskrifstofur sveitarfélaga sjá um sérfræðiþjónustu og faglega rekstrarstýringu skóla og bera ábyrgð á henni. Sjá upplýsingar um staðsetningu, síma og netföng skólaskrifstofa sveitarfélaganna hér.

Aðrir aðilar sem taka að sér greiningar og ráðgjöf :

Auður Kristinsdóttir, sérkennslufræðingur greinir lestrarerfiðleika hjá börnum og fullorðnum. Hún býður jafnframt upp á ráðgjöf og kennslu í framhaldi greiningar. Sjá nánar http://www.namsadstod.is/lestrarkennsla.html eða www.lestur.is

María Inga Hannesdóttir, sérkennslufræðingur, býður upp á kennslu og ráðgjöf. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 899-6561 eða senda tölvupóst á netfangið: mariainga@simnet.is
María hefur hannað forritið Lesheimur sem er auðvelt og aðgengilegt í notkun og hjálpar þeim sem vilja bæta sig í lestri og/eða framburði á markvissan hátt.
http://www.lesheimur.is/

Rannveig G. Lund, M.Ed. í uppeldis og menntunarfræðum, veitir ráðgjöf og greinir lestrar- og stafsetningarerfiðleika hjá grunnskólabörnum, framhaldsskólanemendum og fullorðnum. Sjá nánar um Lestrarsetur Rannveigar Lund http://www.lrl.is/

Námsflokkar Reykjavíkur

Í Námsflokkum Reykjavíkur er fólki eldra en 16 ára boðið upp á grunnnám. Kennt er námsefni efstu bekkja grunnskóla í ensku, íslensku, dönsku og stærðfræði. Lögð er áhersla á að sníða námið að þörfum hvers og eins. Fólk getur því hafið nám hvenær sem er, tekið það á þeim hraða sem því hentar og lokið því hvenær sem er. Mikil áhersla er lögð á námstækni. Próf eru í boði, en eru valfrjáls.

Námið er ætlað þeim sem:

  • eru 16-18 ára og hafa ekki lokið grunnskólaprófi (þessi hópur verður að taka próf)
  • eru eldri en 18 ára og ekki hafa lokið grunnskólaprófi
  • vilja rifja upp grunnskólanámið
  • vilja geta aðstoðað börnin sín betur við heimanám

Sjá meira á eftirfarandi vefslóð: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1560

Í Námsflokkum Reykjavíkur er Reykvíkingum eldri en 16 ára einnig boðið upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Ráðgjöfin getur falist í eftirfarandi atriðum eftir þörfum hvers og eins:

  • að meta styrkleika fólks og leggja fyrir áhugasviðspróf
  • að ráðleggja um námsleiðir utan og innan Námsflokkanna
  • að finna leiðir vegna sértækra námsörðugleika t.d. lestrarörðugleika
  • að finna leiðir til að fjármagna nám
  • að ráðleggja um námstækni
  • að kenna markmiðssetningu
  • að fylgjast með námsframvindu og hvetja til dáða
  • að aðstoða við gerð ferilskrár og starfsval

Sjá nánar á vefsíðunni http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1561

Námsflokkar Hafnarfjarðar

Meginmarkmið Námsflokka Hafnarfjarðar er að:

  • bjóða almenningi tækifæri til að efla grunnmenntun sína og stuðla að aukinni þátttöku fólks í námi og hagnýtri fræðslu
  • verða við óskum einstaklinga og hópa um áhugaverð fræðslu- og kynningarnámskeið
  • veita almenningi ráðleggingar um námsval og námsleiðir að markmiðum, sé eftir því leitað.
  • sinna ýmis konar sí- og endurmenntun
  • Þar er einnig lögð áhersla á að efla tengsl við aðra skóla í Hafnarfirði og boðið upp á starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu.
  • Sjá nánar á vefsíðu þeirra: http://www.nhms.is/index.php?option=com_content&task=view&id=58&Itemid=68

 

Framhaldsskólar

Til að fá upplýsingar varðandi framhaldsskólanám er sennilega best að leita til námsráðgjafa eða þeirra aðila sem sjá um námsstuðning og ráðgjöf fyrir lesblinda í hverjum skóla fyrir sig. Nánari upplýsingar má yfirleitt finna á vefsíðum þeirra.

Háskólanám

Varðandi nám í háskóla er hægt að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ), sjá nánari upplýsingar hér á vefnum undir Þjónusta – Skólar – Háskólar : http://lesvefurinn.khi.is/haskolar eða á síðu skólans : http://www2.hi.is/page/namsradgjofHI

Sjá einnig vefsíðu Háskólans í Reykjavík undir Stúdentaþjónusta/námsráðgjöf HR http://www.ru.is/?PageID=2197

© Helga Sigurmundsdóttir

(Upplýsingarnar eru teknar af vefsíðunni www.lesum.khi.is)

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!