7 hlutir sem gera 2013 betra en 2012

7 hlutir sem gera 2013 betra en 2012

Framundan er heilt ár, vonandi bíða þín ný ævintýri og spennandi áskoranir. Áramótum fylgja áramótaheiti, sem oft á tíðum reynast skammlíf, því miður. Góður vilji er ekki nóg til að breyta lífi okkar til góðs. Eitthvað annað og meira þarf að koma til, annars er hætta á að gömlu vanarnir verði komnir við stjórnvölinn aftur innan örfárra vikna. Ef þú vilt gera 2013 betra en 2012, þá eru hér 7 atriði sem gott er að hafa til hliðsjónar. Jafnvel nauðsynlegt!

1: Markmið þín eru líklega ekki þín markmið

Hvert er þitt markmið?

Hvert er þitt markmið?

Eitt vandamál við að setja sér ný markmið er hve “menguð” þau eru. Oft á tíðum eru þetta markmið sem við höldum að séu okkar, en eru það alls ekki. Þau smitast í gegnum blaðaumfjöllun, jafnvel pressu frá fólki sem stendur okkur nærri. Margir setja sér markmið sem eru lituð þrýstingi frá örðum. Kröfur samfélagsins til okkar, kröfur foreldra eða jafnvel vina. Markmið okkar takmarkast oft við okkar eigið sjálfstraust, hvað er það sem við treystum okkur til að gera.

Allt þetta getur haft áhrif og markmið okkar. Ef þú vilt virkilega setja þér markmið fyrir sjálfa(n) þig, reyndu þá að sjá þig í þeim sporum – á þeim stað – sem þú vilt vera á. Þannig verður tilhugsunin eðlilegri og ekki jafn fjarræn og ætla mætti. Horfðu á markmiðið fremur en hindranirnar. Gott er að hafa markmiðin fremur ýkt. Raunhæf, en ýkt.

Við nennum ekki að leggja mikið á okkur ef umbunin er ómerkileg. Farðu alla leið. Það er skemmtilegra og meira ögrandi. Myndir þú reima á þig skóna í dag og hlaupa upp á Esju fyrir páskaegg? Líklega ekki. En Ferrari? Hugsanlega. Markmiðið þarf ekki að vera veraldlegt, aðeins þess virði að ná því!

Þeir sem ná markmiðum sínum eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir fjölmörg “tækifæri”.

2: Allt sem þú lest og uppgötvar er einskis virði

Eða þannig. Í þessu samhengi á ég við upplýsingar sem við vonumst til að breyti einhverju fyrir okkur. Okkur hættir til að kaupa útkomuna með því að skuldbinda okkur. Við höldum að mataræðið breytist ef við kaupum matreiðslubók með heilsuréttum.

Við vonumst til að byrja að skokka ef við kaupum hlaupaskó. Við eyðum peningum í upplýsingar sem eiga að fela í sér lausnina en hugarfarið fylgir ekki með. Upplýsingar eru einskis verði – þar til við gerum eitthvað við þær.

Allar heimsins bækur og námskeið eru gagnslaus ef við GERUM ekki það sem ætlast er til að við GERUM. Réttar upplýsingar eru gulls í gildi, vissulega. Ef við gerum eitthvað við þær.

3: Mistök eru hugarfarsleg

Ein helsta ástæða þess að fólk tekst ekki á við áskorun er óttinn við mistök. Óttinn við álit annara, hvað ef okkur mistekst. Fjölmargir treysta sér ekki í nám af þessum sökum. Líklega eru það ekki mistökin sjálf sem við óttumst, heldur skömmin sem fylgir því að mistakast.

HugarfarFrá blautu barnsbeini hefur okkur verið kennt að mistök eru slæm, þau geta verið dýr. Við getum orðið okkur að athlægi. Athugasemdir annarra eins og “Ég sagði þér að…”, “Ég vissi alltaf að þú…” geta dregið stórlega úr kjarki okkar, jafnvel þótt þær seu einungis til í huga okkar sjálfra.

Spurðu hóp 5 ára barna hver kunni að syngja, og öll börnin rétta upp hönd. Spurðu hóp unglinga, og enginn réttir upp hönd. Hvað gerðist í millitíðinni? Hvað varð um sjálfstraustið og kjarkinn til að reyna?  Stærstu mistökin eru að hætta.  Meðan þú gefst ekki upp og heldur áfram, eru mistök ekki til.

Þeir sem ná markmiðum sínum eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir fjölmörg “tækifæri”.

Eitt er verra en mistök.  Það er eftirsjá.  Þú vilt ekki lenda í þeirri stöðu að sjá eftir að hafa ekki reynt að ná markmiðum þínum.  Að eltast við drauma þína.  Hvort viltu horfast í augu við fáein mistök eða eftirsjá yfir því að hafa ekki reynt?  Hvernig tilfinning er að líta til baka yfir farinn veg, og sjá að þú hefur lítið gert til að uppfylla þína drauma, heldur drauma annarra.

 

4: Spakmæli breyta ekki lífi þínu

Heilræði og spakmæli er mörg hver umhugsunarverð og fallega orðuð.  Skemmtileg og hnittin.  En..þau gera ekkert fyrir þig nema þú gerir þau að þínum og farir eftir þeim. Án þess eru heilræðin í raun merkingarlaus. Það er undir þér komið að gera heilræði annarra að þínum, með því að ástunda þau. Það er að sjálfsögðu þitt val. Þú velur að setja sjálfa(n) þig inn í aðstæðurnar með því að ástunda vissa hegðun eða hugsun. Aðeins þannig máttu gera ráð fyrir eiginlegum lærdómi og framförum.

5: Þú ert samnefnarinn í öllu sem þú gerir!

Við höfum öll byrjað á einhverju og hætt.  Við finnum oftast aðrar ástæður fyrir uppgjöfinni en okkur sjálf.  Hlustaðu á íþróttamenn eftir tapleik.  Hlustaðu á stjórnmálamenn.  Hlustaðu á nemanda sem hætti námi.  Í öllu því sem okkur tekst ekki að klára er einn sameiginlegur þáttur: Við sjálf.  Úff, getur virkilega verið að við höfum eitthvað með það að gera að hlutirnir raðast ekki betur saman en raun ber vitni?

Þeir sem ná markmiðum sínum eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir fjölmörg “tækifæri”.

6: Hlutirnir gerast hratt!

Góðir hlutir gerast hratt

Góðir hlutir gerast hratt

Ef þú vilt breyta einhverju – breyttu því hratt. “Róm var ekki byggð á einum degi”, góður hlutir gerast hægt”. Láttu slík spakmæli ekki trufla þig og gættu þess að nota þau ekki sem afsakanir. … Stórir hlutir eru margir smáir hlutir! Þú kemst aðeins á fjallstopp með einum hætti – skref fyrir skref. Hvert eitt skref er ekkert erfiðara en annað. Á leið upp hefur þú líklega ótal afsakanir til að snúa við og gefast upp. Kuldi, vindur og þreyta geta dregið úr þér máttinn. En það er aðeins ein leið á toppinn; eitt skref enn. Og eitt skref enn. Láttu hverja einustu breytingu gerast fljótt og hún verður ekki sú fyrirstaða sem þú hélst að hún yrði. Eins og að rífa af plástur. Í raun ekkert mál.

Þeir sem ná markmiðum sínum eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir fjölmörg “tækifæri”.

7:Að læra er ferli – ekki atburður!

Þú uppskerð eins og þú sáir

Þú uppskerð eins og þú sáir

Þú ert aldrei “búin(n)” að læra. Við gefumst of fljótt upp vegna þess að uppskeran lætur á sér standa. Það er ekki nóg að sá fræi, það þarf að hlúa að því svo uppskeran megi koma. Ef þú hættir of snemma muntu ekki uppskera, heldur ávallt vera á byrjunarreit.  Nýjasta námskeiðið gerir ekkert gagn ef þú gerir ekki það sem að þér snýr.

Tré vex eins hátt og það mögulega getur, þar til náttúrulegar aðstæður hamla vexti. Við hins vegar, hættum að “vaxa” allt of snemma. Teljum okkur “of gömul”, “of þung”, “of vitlaus”, “of þetta” og “of hitt”. Við röðum í kringum okkur afsökunum fyrir því að við erum eins og við erum. Samt erum við ósátt og viljum breytingar.  Skrýtin getum við verið.

Hvers vegna vex heilalaust tréð alla ævi sína en við ekki? Svarið: Við höfum val. Ekki tréð. Hvernig notum við þetta val? Gefðu hlutunum tíma, gerðu það sem þú veist að er rétt og þú munt uppskera samkvæmt því. Ef þú ert óánæg(ur) með eitthvað í eigin fari, gerðu þá eitthvað í því. Þú hefur val.

Þeir sem ná markmiðum sínum eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir fjölmörg “tækifæri”.

Við dáumst að þeim sem skara fram úr og finnst þeir hafa eitthvað fram yfir okkur.  Einhverja sérstaka eiginleika sem þeir fengu í vöggugjöf og gerðu þeim kleift að ná þessum árangri.  Raunveruleikinn er líklega sá að þetta fólk gafst ekki upp.  Það hélt áfram að gera eitthvað, aftur og aftur, dag eftir dag, ár eftir ár. Og uppskar eins og það sáði.  Árangur er ekki atburður, heldur ferli.  Að mæta á æfingar meðan aðrir horfa á sjónvarpið.  Að læra fyrir prófið í stað þess að fara í bíó.  Margt smátt gerir eitt stórt.  Vissulega erum við mismunandi kostum gædd en öll höfum við okkar kosti og meðfæddu hæfileika sem við getum ræktað – ef við viljum.

Árangur kemur ekki að sjálfu sér heldur er hann afrakstur vinnu.  Að halda öðru fram er mikil einföldum og í besta falli léleg afsökun.  Hvar liggja þínir styrkleikar? Hvert stefnir þú?

Að lokum.  Þú hefur úr mörgu að velja og það er fjölmargt sem þú getur lært sem mun krydda tilveru þína.  Bara hér hjá Betra nám getur þú lært Hraðlestur, minnistækni, námstækni og tungumál svo eitthvað sé nefnt.  Hvenær lærðir þú síðast eitthvað nýtt?

Gleðilegt ár!

KolbeinnKolbeinn Sigurjónsson – Betra nám

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!