Þess vegna fellur þú fyrir freistingum!

Þess vegna fellur þú fyrir freistingum!

Þegar við sjáum einhvern sem skarar fram úr (okkur a.m.k.), þá er fyrsta viðbragðið jafnan að afsaka okkar eigin stöðu.  “Hann hleypur svo hratt af því að…”.  “Hún er svo góð í dönsku af því að…”.  “Þessi er svo efnaður af því að….”.   Þessi viðbrögð eru eðlileg, en þau hjálpa okkur ekki og hér er ástæðan.

Heilinn í okkur er skrýtinn.  Magnaður, en skrýtinn.  Hann í grófum dráttum í þremur hlutum:

  1. Eðluheilinn (e. Lizard brain).  Þetta er aftasti hluti heilans sem stjórnar líffærastarfsemi
  2. Tilfinningaheilinn (e. Emotional brain).  Þetta svæði stjórnar tilfinningaviðbrögðum, ást, ótta og flótta (e. fight or flight)
  3. Rökhugsun (framheilinn).

Þú þekkir sjálfsagt líka þá almennu skiptingu hugsana sem felst í:

  • Undirvitund
  • Vitund

Fyrstu 2 hlutar heilans sem ég nefndi (Eðluheili  og tilfinningaheili) myndu falla undir undirvitund.

Ákvarðanir okkar og skoðanir ráðast af miklu leyti á tilfinningaheilanum.  Tilfinningaheilinn og rökhugsunin eru sjaldnast sammála.  Þetta er 2 ólík kerfi sem hafa ólíka hagsmuni.

  • Áttu erfitt með að standast freistingar?
  • Er auðveldara að sofa út en vakna snemma?
  • Gerir þú eitthvað sem þú veist að er slæmt fyrir heilsuna (drekkur áfengi, reykir, of mikill sykur…)
  • Er erfitt að rökræða við þig þegar þú ert æst?
"Já,nei,já,nei..."

“Já,nei,já,nei…”

Áhrif tilfinningaheilans eru út um allt.  Stjórnmálaumræða er lituð tilfinningum.

Og hvor heilinn skyldi svo ráða meiru um gjörðir okkar?  Rétt hjá þér, þegar tilfinningaheilinn og rökhugsunin eru ósammála, þá vinnur tilfinningaheilinn nánast undantekningarlaust!

Þetta skýrir ákveðið hugsanaferli.  Þegar við gerum eitthvað sem við vitum (framheilinn!) að er ekki rétt eða gott, þá gerum við það samt (tilfinningaheilinn).  Hins vegar notum við framheilann til að útskýra gjörðir okkar og réttlæta þær þannig fyrir sjálfum okkur og öðrum!

 

Það sem gerist er þetta:

  1. Við stöndum frammi fyrir vali um að gera eitthvað eða gera það ekki.  Tilfinningaheilinn og rökhugsunin togast á.  Tilfinningaheilinn vill ánægjuna strax en rökhugsunin veit að það er skynsamlegra að bíða.  Tilfinningaheilinn vinnur.
  2. Nú grípur rökhugsunin inn í og réttlærir fyrir okkur (og öðrum) gjörðir okkar.

Frasar eins og “Æ, það er nú föstudagur”, “Bolludagur er nú bara einu sinni á ári”, “Það er nú nammidagur”, “Það eru ekki þorrablót á hverjum degi” verðar til.

Tökum dæmi:

  • Ef nemandi mætir ekki í skóla eða sefur yfir sig – þá á hann ekki í vandræðum með að útskýra fyrir öðrum hvers vegna þetta gerðist!
  • Þjálfari tapliðs útskýrir (færir rök) hvernig dómarinn og aðrir þættir höfðu áhrif á gang leiksins!
  • Starfsmaður sem er rekinn gæti útskýrt fyrir öðrum hvað vinnan (og yfirmaðurinn!) var glötuð og hann ætlaði hvort sem er að hætta!
  • Nemandi sem fær slaka einkunn á prófi ver frammistöðuna með því að segja að meðaleinkunnin hafi bara verið 5.5. í bekknum!

Þetta eru að sjálfsögðu bara afskanir og hafa ekkert með okkar eiginlegu frammistöðu að gera.  En svona virkar heilinn nú samt, tilfinningar fyrst, skynsemin svo!

“Sykur út í kaffið? Já takk, en bara 1!”

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!