Flestir sem greinast með lesblindu eiga eitt sameiginlegt. Smáorðin reynast þeim oft erfið. Þau eru oft lesin vitlaust og jafnvel sleppt. Algengt er að lesa "og" sem "ég", "það" sem "að", "vera" sem "var" og svo mætti lengi telja. Kíktu á þetta myndband og athugaðu hvort þú kannast við einkennin. ... [Lesa meira]
Hoppar þú yfir orð? Ferðu línuvillt? Ekki nema furða.
Að fara línuvillt og sleppa orðum er algengt umkvörtunarefni. Lestur krefst þess að við hreyfum augun frá vinstri til hægri. Hér eru 2 mögulegar skýringar á þessu leiðinlega fyrirbæri, línuhoppi. ... [Lesa meira]
Er lesblinda smitandi?
Já, lesblinda getur "smitað". Erfiðleikar í lestri - jafnvel afmarkaðir - geta hæglega dregið úr árangri í öðrum greinum, s.s. stærðfræði. Sjáðu hvernig lesblinda smitast yfir í aðrar greinar og hvað það er sem þú getur gert til að lágmarka áhrifin. ... [Lesa meira]
7 ástæður þess að lestrarráðgjöf getur margborgað sig
Margir veigra sér fyrir því að leita eftir aðstoð, fá ráðgjöf eða fara á námskeið. Rökin geta verið þau að þetta sé dýrt og það sé miklu betra að gera þetta sjálfur. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að skoða alvarlega möguleikann á utanaðkomandi aðstoð. ... [Lesa meira]
Þetta þarftu að vita um Numgeg.
Stafaspeglun er þekkt lesblindueinkenni. Eitt margra. En hvað með að spegla heilu orðin? Þú átt e.t.v. barn sem hefur ruglast á bókstöfunum „b“ og „d“. Hann er sérstaklega algengur meðal byrjenda í lestri (svo algengur að hann fær mann næstum til að halda að lesblinda sé eðlilegt ástand). ... [Lesa meira]
Lesblinda – Eðlileg eða afbrigðileg?
Er minnihlutinn sjálfkrafa afbrigðilegur og er meirihlutinn sjálfkrafa „eðlilegur“. Og hvar liggja mörkin? Eru lesblindir einstaklingar sjálfkrafa annars flokks nemendur því þeir eru í minnihluta (10-20%)? Hvað ef 50% væru lesblindir? Væri skólakerfið þá sjálfkrafa betra þar sem það myndi laga sig að gjörbreyttum aðstæðum? Aðstæðum þar sem lestrarörðugleikar væru ekki skilgreindir sem frávik heldur regla. Spyr sá sem ekki veit. ... [Lesa meira]
Hélstu að gott minni væri hlutskipti útvaldra? Hugsaðu aftur!
Okkur hættir til að tala niður getu okkar til að muna. Kannast þú við að hafa sagt við sjálfa þig eitthvað eins og; "Ég man aldrei nöfn", "Ég er vonlaus í ártölum", "Ég man aldrei hvar ég legg frá mér hlutina". Ef svo er þá er líklega kominn tími til að endurforrita skoðun þína á eigin getu til að muna. ... [Lesa meira]
Þetta eina atriði getur hjálpað þér að afkasta helmingi meiru!
Innst inni dreymir okkur öll um töfralausnina. „Bara að ég hefði meiri tíma...“. Þú hefur nægan tíma. Ef þú fylgir þessu eina ráði þá eru góðar líkur á því að þú getir aukið afköst þín um 100%, í námi eða vinnu! ... [Lesa meira]
Allt hefur afleiðingar. Og hugsanir þínar eru ekki undanskildar!
Fellur þú stundum í þá gryfju að kenna öðru(m) um ófarir þínar? Það er vissulega þægilegt, en oft vitum við innst inni að við berum meiri ábyrgð á stöðunni en við kærum okkur um að vita. Lestu þetta - ef þú þorir! ... [Lesa meira]
Orsök námsörðugleika?
Er skynvilla orsök námsörðugleika? Hvað er "skynvilla"? Skynvilla (e. Disorientation) er tímabundið hugarástand. Margir þekkja það sem augnablikið sem þeir „detta út“. Skynvilla er það þegar við erum ekki upptekin af umhverfinu, heldur okkar eigin hugsunum. ... [Lesa meira]