7 ástæður þess að lestrarráðgjöf getur margborgað sig

7 ástæður þess að lestrarráðgjöf getur margborgað sig

Lestrarörðugleikar orsaka vanlíðan og vanmáttarkennd

Lestrarörðugleikar orsaka vanlíðan og vanmáttarkennd

Margir veigra sér fyrir því að leita eftir aðstoð, fá ráðgjöf eða fara á námskeið.  Rökin geta verið þau að þetta sé dýrt og það sé miklu betra að gera þetta sjálfur.  Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að skoða alvarlega möguleikann á utanaðkomandi aðstoð.Það getur verið dýrara en þú heldur að gera ekki neitt.

Ef þú átt barni sem glímir við námsvanda eða námsörðugleika (t.d. vegna lesblindu), þá er hollt að hafa þetta í huga:

 • Vandinn er raunverulegur og er ekki nýr af nálinni
 • Vandamálið hefur þrifist – oft árum saman – þrátt fyrir daglegar æfingar (s.s. heimalestur)
 • Vandamálið er ennþá til staðar þrátt fyrir sértæk inngrip s.s. sérkennslu
 • Lestrar- eða stærðfræðiörðugleikar valda streitu og geta orsakað kvíða hjá barninu
 • Langvarandi erfiðleikar draga úr sjálfstrausti og skaða sjálfsmynd barnsins, oft til frambúðar

Kostir þess að leita sérfræðiaðstoðar eru margir, en það getur oltið á hverju tilfelli fyrir sig hvort og hversu tímabært inngripið er.  Mundu, að þegar þú kaupir ráðgjöf þá ertu ekki bara að greiða fyrir tíma viðkomandi ráðgjafa, heldur er margt fleira sem hangir á spýtunni:

 1. Góður ráðgjafi lifir og hrærist í umhverfi sem fyrir flestum er lokaður heimur (foreldri) eða takmarkast við undantekningar (kennari)
 2. Ráðgjafinn sér hlutina oft í öðru ljósi (vegna fjarlægðar við tilfellið), ólíkt foreldrum og jafnvel kennurum (v. nálægðar)
 3. Barnið vinnur oft miklu betur og er samvinnuþýðara hjá aðila sem það umgengst ekki dags daglega
 4. Með ráðgjöf færðu aðgang að margra ára uppsafnaðri reynslu og þekkingu
 5. Góður ráðgjafi er með fjölbreyttan bakgrunn og er vel lesinn og lærður
 6. Ráðgjafinn ástundar símenntun og er í stöðugri leit að upplýsingum sem koma skjólstæðingum hans til góða
 7. Ráðgjafinn er ekki bundinn af námsskrá (líkt og kennarinn) og getur því einbeitt sér að því sem raunverulega skiptir máli; námsvandanum

Ávinningur þess að leita sér hjálpar er því margþættur.  Einn stærsti kosturinn að leita til sérfræðings eftir aðstoð er tímasparnaður.  Góð ráðgjöf getur hæglega sparað fleiri mánuði sem ella færu í æfingar sem oft skila litlum árangri.

 • Hvað óttast þú helst í tengslum við lestrar- eða námsörðugleika barnsins þíns?
 • Hvers virði er tíminn? Að koma hlutunum á hreyfingu?
 • Er ásættanlegt að einn vetur enn fari forgörðum?
 • Ertu búin(n) að bíða lengi eftir áheyrn eða greiningu?
 • Hvaða áhrif hafa erfiðleikarnir á sjálfsmynd barnsins?
 • Sjálfsmyndin hefur allt að segja þegar kemur að trú okkar á okkur sjálf.  Hvað við erum tilbúin að takast á við og hvenær og hvort við gefumst upp stjórnast af sjálfsmynd okkar.

Davis lesblindunámskeið henta ekki öllum. En þau henta mörgum sem komnir eru í þrot og hafa ekki uppskorið árangur sem erfiði með hefðbundnum aðferðum.  Segja má að því verri sem staðan er því líklegra er að Davis lesblindunámskeið skili góðum árangri.

Davis lesblindunámskeið er vikulangt einstaklingsnámskeið, panta þarf stöðuviðtal fyrst þar sem metið er hvort Davis lesblindunámskeið henti.  Vinsamlegast athugaðu að bið eftir stöðuviðtölum hjá Betra nám getur numið nokkrum vikum.

Ef Davis lesblindunámskeið hentar ekki af einhverjum ástæðum, þá er fjarnámskeiðið Heimalestur góður kostur, en það er hannað með foreldra lesblindra barna í huga.  Guðnu Kolbeinsson les námskeiðið.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!