6 ástæður fyrir því að stærðfræðikennsla getur brugðist illa

6 ástæður fyrir því að stærðfræðikennsla getur brugðist illa

Stærðfræði er alls staðar og erfiðleikar í henni geta gert út um framtíðardrauma margra.  En getur verið að alvarlegir brestir séu í stærðfræðikennslu í grunnskólum?

Hraðinn skiptir máli!

Hraðinn skiptir máli!

Lítum á mikilvæg 6 atriði sem geta það að verkum að sumir einstaklingar stefni leynt og ljóst í þrot í stærðfræði.  Alvarleikinn liggur í því að þessir brestir koma oft ekki í ljós fyrr en í efri stigum stærðfræðinnar.  Þegar nemandinn  á að læra prósentureikning, algebru og almenn brot, þá kemur í ljós að grunnur hans er alls ekki eins góður og haldið var.

1. Skilningur er ekki allt

Skilningur í stærðfræði er að sjálfsögðu mjög mikilvægur, það reynir meira á skilning í stærðfræði en flestum öðrum greinum, þar sem oft dugar utanbókarlærdómur.  En…skilningur er alls ekki það eina sem skiptir máli.

2. Hraði er vanræktur

Hraði og snerpa þegar kemur að hugarreikningi skiptir gríðarlegu máli.  Sá sem reiknar hratt hefur ákveðna yfirburði.  Hann hefur vald yfir tölum og mun líklega eiga auðveldara með stærðfræði þegar fram í sækir en sá sem reiknar hægt og telur á fingrum.  Ég hef aldrei hitt nemanda sem er góður í stærðfræði en reiknar á fingrum.  Aldrei.

3. Vasareiknir kemur of snemma inn

Ég veit ekki hvort það er einhver uppgjöf í gangi, en flestir foreldrar þekkja það að á sínum tíma þurfti maður að læra hluti eins og margföldun.  Í dag virðist þetta skipta minna máli og birtist þessi breyting m.a. í því að vasareiknir er gjarnan á innkaupalista nemenda strax í 1. eða 2. bekk.

4. Orðadæmi sem reyna á almennan skilning og lesskilning) geta tafið fyrir

Orðadæmi (lesdæmi) refsa þeim nemendum sem ekki hafa náð góðum tökum á lestri.  Nemandi sem ekki hefur náð góðum tökum á hugarreikningi á hvort sem er mjög erfitt með þau.

5. Slakur hugarreikningur fer huldu höfði

Nemandi sem reiknar hægt getur reiknað heima eins og aðrir og skilað af sér annars góðu verki.  Kennari getur ekki vitað hvort nemandi var  10 eða 50 mínútur að reikna nokkur heimadæmi.  Það eina sem kennarinn dæmir er hvort dæmin séu rétt reiknuð eða ekki.  Við fáum ekki einkunn fyrir að reikna hratt.  En staðreyndin er sú að sá sem reiknar mjög hægt, telur á fingrum og á erfitt með að læra margföldun, stefnir að öllum líkindum í alvarleg vandræði.

6. Spilaborgin hrynur of seint, árangurinn var byggður á sandi

Nemandi sem reiknar hægt getur fengið ágætar einkunnir í stærðfræði..framan af.  Hann getur notað vasareikni eða gefur sér þann tíma sem hann þarf.  Á efri stigum stærðfræðinnar getur hann hins vegar komist í þrot, þar sem fingrareikningur slítur allt flæði úr samhengi í flóknari dæmum.

Við sjáum ekki hugsanir annarra, og það getur verið erfitt að gera sér í hugarlund hvað gerist í höfðinu á nemanda sem reiknar hægt.   En það sem er áberandi er þetta:

Nemandi sem reiknar á fingrum hugsar í stærðinni einn.  Hans eðlilega hugsanaferli þegar hann reiknar t.d. 8+5 er 9..10..11..12..13.
Nemandi sem reiknar hratt hugsar í stærðum.  Hann er líklegri til að hugsa 8+5 er 10..13!

Þessu fylgir keðjuverkun.

Því það er orsök fyrir öllu og allt hefur afleiðingar

Og stærðfræði er engin undantekning.  Sá sem hugsar í stærðinni 1, telur jafnan á fingrum.  Hann  á erfitt með að telja í stærðum,eins og 2,4,6,8 og 3,6,9,12 o.s.frv.

Margföldun verður því erfið.  Sá sem ekki margfaldar getur ekki deilt.  Hann einfaldlega getur það ekki.  Því forsendurnar eru brostnar.  Að deila 28 í 4 hluta er vonlaust fyrir þann sem ekki getur margfaldað.

Og þar með er vítahringurinn kominn.  Rúmfræði byggir á margföldun (lengd x breidd), prósentur eru hlutföll (þ.e. deiling) og það sama gildir um almenn brot.  Og svo mætti lengi telja.

Þjálfunarnámskeiðið Reiknum hraðar er einfalt í notkun en afar skilvirkt.  Það byggir á myndrænni framsetningu og er hugsað sem snerpuþjálfun.  Engin  flókin fyrirmæli, ekkert að lesa og ekkert að skrifa.


wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!