3 ástæður þess að þú lest mun hægar en þú getur, og hvað þú getur gert til að breyta því

3 ástæður þess að þú lest mun hægar en þú getur, og hvað þú getur gert til að breyta því

Margir telja sig lesa um það bil jafn hratt og þeir geta.  Þeir telja sig lesa í efri mörkum hraðagetu sinnar.  Það er kolrangt!  Flestir geta bætt lestrarhraða sinn umtalsvert (sumir margfalt), bara ef þeir átta sig á þessu:

Mikil áhersla er lögð á lestur fyrstu skólaárin. Eðlilega.  En það þýðir ekki að þú lærir sjálfkrafa að lesa hratt.

Þvert á móti.  Mun líklegra er að þú lesir í neðri mörkum mögulegs lestrarhraða, og fyrir því er 3 ástæður helstar. Síðar í póstinum færðu tækifæri til að láta reyna aðeins á þig en meira um það síðar….

1. Ekkert í lestrarnáminu þjálfar hraða

Grunntæknin byggir á hljóðalestri og mikil áhersla er á að lesa upphátt.  Flestir tileinka sér þessa aðferð og beita henni einnig þegar þeir lesa í hljóði.  Jafnvel þótt engin ástæða sé til að bera fram öll orðin, í hljóði.

2. Þú einbeitir þér ekki að hraðanum

Mikilvægt er að lesa rétt og að skilja það sem lesið er.  Athygli þín er öll á innihaldi textans (annars manstu ekki hvað þú lest).  Að sjálfsögðu er þetta mikilvægt.

En það breytir ekki því að til þess að lesa hraðar þarf að þjálfa það sérstaklega.  Eins og hverja aðra hæfni.  Ef þú vilt verða hlaupari þá skaltu æfa hlaup.  Ef þú vilt verða góður sundmaður þá æfir þú sund.  Ef þú vilt spila á píanó þá æfir þú það.

Ef þú vilt lesa hraðar þá þarftu að æfa það.

3. Þú verður ekki sjálfkrafa góð í því sem þú gerir ekki

Ef þú æfir ekki hraðann markvisst þá eru litlar sem engar líkur á því að þú verðir hraðlæs.  Sumir eru vissulega náttúrulega hraðlæsir, þ.e. lesa vel yfir meðalhraða án þess að hafa lært hraðlestur.  Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru að hraðlesa.

Hraðan lestur þarf að þjálfa eins og hvað annað.  Árangur er afrakstur æfinga.  Þess sem þú gerir frá degi til dags.  Lesum Betur er hraðlestrarnámskeið Betra náms og fylgir það þér í gegnum 7 hluta sem byggja kerfisbundið upp hraðari lestur.

Góðu fréttirnar eru þær að hraðlestur er í raun sáraeinfaldur.  Það er ekkert flókið við hann.  En hann krefst æfinga.  Hraðlestur er ekki trix.  Þú getur pínt hraðann upp tímabundið, en ef þú æfir þig ekki kerfisbundið í nokkrar vikur þá ferðu fljótt í sama farið.  Það tekur tíma að breyta ávönum.

Hvað hægir á þér?

Hvað hægir á þér?

Hvað hægir á þér?

Hellingur!  Í gegnum árin venur fólk sig á “ósiði” þegar kemur að lestri, s.s. að bakka ítrekað og einnig reika augun ósjálfrátt um alla blaðsíðuna.  Hægur lestur leiðir líka af sér lestrarleiða sem veldur því að þú lest minna og minna með slæmum afleiðingum fyrir lestrarhraðann.

Þar sem lestur byggir á þrautþjálfuðum æfingum (þú hefur lesið nánast alla ævina) er mun líklegra að ósiðir hafi smeygt sér inn með tímanum.  Það góða er að hraðann má æfa en til þess þarf markvissar æfingar, annars er vonlaust að venja sig af því sem hægir á manni, svo ekki sé minnst á að venja sig á að gera það sem eykur hraðann.

Þessir hlutir koma ekki af sjálfu sér, þeir eru afrakstur vanans.  Spurningin er, hvort þjálfar þú betur?

Hvort færi meiri athygli hjá þér  þegar þú lest, það sem dregur úr hraðanum eða það sem eykur hann?

Ef þú lest hægt, dettur stundum út, þarft að tvílesa setningar og jafnvel málsgreinar, þá er svarið augljóst!

Stenstu prófið?

Hraðlestur byggir á samspili nokkurra þátta, einn af þeim eru snarpar augnhreyfingar.  Flestir lesa svo hægt að lítið sem ekkert reynir á vöðvana í kringum augun.

Þegar þú æfir þá sérstaklega, á mun meiri hraða en þú ert vön að lesa muntu fljótlega finna fyrir þreytu.  Það er eðlilegt, en prófaðu samt.
Ath. Myndbandið er mjög langt, í þessum tilgangi er nóg að prófa í stuttan tíma, 30-60 sekúndur.

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.