Tungumálakennsla á villigötum

Þú trúir því líklega að sumir séu náttúrulega sterkari tungumálamenn en aðrir.  Sú sannfæring gerir þér kleift að sjá þig sem annað hvort a) góða í tungumálum eða b) slaka.  Svo er þetta hin  fínasta afsökun!

Öll erum við nokkurn veginn svipuð þegar kemur að því að læra tungumál.

no_boring_booksHvaða einkunn þú fékkst í tungumálum í skóla segir lítið um hæfni þína til að læra tungumál.  Hins vegar getur færni þín þegar kemur að ritun og málfræði haft veruleg áhrif á einkunn þína.

 

 

Tungumálakennsla er í megin atriðum byggð á:

  • Lestur (kennslubóka)
  • Ritun (t.d. texti og stílar)
  • Málfræði (styrkur eða veikleiki í íslensku flyst yfir)
  • Glósur (til að “byggja upp” orðaforða)
  • Notkun orðabóka

Ekkert af þessu skipti máli þegar þú lærðir þitt eigið móðurmál.
Auk þess hafa aðrar aðferðir hafa gefist mun betur, margfalt betur.

Það er svo sem ágætt að einblína á ritun og málfræði, ef það er markmiðið með kennslunni.  En er það ekki stórkostlega á skjön við markmið flestra nemenda með tungumálanámi?

Þessir þættir geta því ekki skipt raunverulegu máli þegar kemur að því að læra tungumál.  Þá gildir engu hvort um er að ræða þitt eigið móðurmál eða viðbótartungumál sem þú kýst að læra síðar.

Ungviðið lærir móðurmálið með hlustun – lengi vel.

Síðar meir fer barnið að herma og taka þátt í samtölum.  Svara. Bregðast við.

Í skóla er nálgunin allt önnur.  Áherslan er nær eingöngu á ritun, lestur og reglur.

Ef þú rennir yfir listann hér að ofan þá getur þú ímyndað þér hversu erfitt það er fyrir lesblinda nemendur að læra tungumál samkvæmt þessari forskrift.

En þú þarft ekki að vera lesblind til að falla eða ganga illa í tungumálum í skóla.

En slakt gengi hefur mikil áhrif á sjálfsmynd nemandans sem stimplar sig sem “lélegan í tungumálum”.

Kennir sjálfum sér um þegar hið raunverulega mein er kennslufyrirkomulagið.  Tungumálanámskeið utan skóla eru lítið skárri.  Þau fylgja sömu forskrift.

En þetta er ekki bundið við Ísland, kerfið virðist gegnsýrt af þessari hugmyndafræði að tungumál skuli læra bóklega – fremur en með hlustun og tali.

Sumir tungumálaskólar hérlendis bjóða upp á námsferðir og eru í samstarfi við erlenda tungumálaskóla.

Sjálfsagt er slíkt spennandi og allt í góðu með það.

En það magnaða er að þeir skólar virðast (við lauslega athugun) aðhyllast sömu aðferðafræði.

Nemandinn skal mæta í skólann, situr undir “kennslunni” í nokkrar klukkstundir á dag og eyðir tímanum í verkefnavinnu og glósur.

Það skiptir í raun ekki máli í hvaða landi tungumálanámið fer fram, það er byggt upp með svipuðum hætti.

Kostnaður við slík námskeið hleypur að sjálfsögðu á hærri upphæðum.

Það er því mun líklegra að árangur þinn í tungumálum hafi takmarkast við kennsluna fremur en getu þína til að læra tungumál.

Önnur nálgun

Lærðu ensku

Lærðu ensku

Á tungumálavef Betra náms finnur þú tungumálanámskeið sem eru af allt öðrum toga.

Þau byggja á hlustun, þau eru hagkvæm og mun árangursríkari.

Um 50 tungumál  eru í boði og engar kröfur eru gerðar til lestrar- né málfræðikunnáttu.  Þú lærir með náttúrulegum hætti, hlustun.

Þú hleður námskeiðinu niður í tölvu (iPad eða fartölvu) eða síma (eða iPod) og hlustar þegar þér hentar.

Lærðu á hlaupum!

Lærðu á hlaupum!

Þannig slærðu tvær flugur í einu höggi.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.