Sjáðu hvers vegna slakur hugtakaskilningur í stærðfræði getur reynst mjög afdrifaríkur þegar fram í sækir. ... [Lesa meira]
Er hægt að kenna almenn brot með myndrænum hætti?
Oft má rekja erfiðleika í almennum brotum til þess að nemandi skilur ekki grunn hugtökin. Þegar sú er raunin getur reynst erfitt að "tengja saman punktana". Margir eru hálf "lesblindir" á stærðfræði (án þess að þjást af reikniblindu) og ná engan veginn að "sjá fyrir sér" hvað það er sem þeir eru raunverulega að fást við. Myndi það hjálpa þínu barni ef kennslan væri myndræn? ... [Lesa meira]
STÆ 102 – Þarft þú aðstoð með algebruna?
Nú borgar sig að fylgjast með! Er þitt barn á leið í framhaldsskóla næsta haust? Ef stærðfræðin hefur verið veikur þáttur - sérstaklega algebran - þá eru hér góðar fréttir. Á morgun hefst skráning í lokaðan aðhaldshóp sem fylgt verður eftir með vikulegum tímum í STÆ 102 alla önnina. ... [Lesa meira]
Eru námsörðugleikar kennsluörðugleikar?
Þú þekkir líklega einhvern sem glímir við námsörðugleika. Einhver sem á erfitt með lestur, utanbókarlærdóm, tungumál eða stærðfræði. Sjálfsálit þeirra sem glíma við námsörðugleika er sjaldnast gott enda vísar hugtakið til þess að viðkomandi eigi erfitt með að ... læra. En hvernig má það vera að fullkomlega eðlilegt og greint fólk glímir við námsörðugleika? Er maður kannski bara vitlaus? ... [Lesa meira]
Er ofvirkni (ADHD) lykillinn að árangri í íþróttum?
Flest umfjöllun um ofvirkni og lesbindu er á neikvæðum nótum. Neikvæðar hliðar fá gríðarlega athygli enda birtast þær oft vel í námi og nám og skólaganga taka drjúgan tíma á mótunarárum einstaklingsins. Þegar árangur afreksmanna er skoðaður kemur nokkuð forvitnilegt í ljós. ... [Lesa meira]
Þróun námsörðugleika í 6 skrefum
Eins og nærri má geta liggja margvíslegar ástæður að baki námsörðugleikum. En skyldi vera að þróun þeirra sé fyrirsjáanleg og með hvaða hætti væri þá mögulegt að stöðva þá þróun áður en í óefni er komið? ... [Lesa meira]
5 einkenni stærðfræðiörðugleika sem þú þarft að þekkja áður en það er of seint
Reikniblinda og talnablinda orska djúpstæða stærðfræðiörðugleika. En aðrir þættir, oft miklu lúmskari, geta orskaða svo mikla erfiðleika að stærðfræðin verður nemandanum á endanum ofviða. Ef ekkert er að gert. ... [Lesa meira]
Er lesblinda smitandi?
Já, lesblinda getur "smitað". Erfiðleikar í lestri - jafnvel afmarkaðir - geta hæglega dregið úr árangri í öðrum greinum, s.s. stærðfræði. Sjáðu hvernig lesblinda smitast yfir í aðrar greinar og hvað það er sem þú getur gert til að lágmarka áhrifin. ... [Lesa meira]
6 ástæður fyrir því að stærðfræðikennsla getur brugðist illa
Stærðfræði er alls staðar og erfiðleikar í henni geta gert út um framtíðardrauma margra. En getur verið að alvarlegir brestir séu í stærðfræðikennslu í grunnskólum? ... [Lesa meira]