Myndlestur (e. photoreading) er lestrartækni sem hefur vakið áhuga, athygli og grunsemdir margra. Enda ekki furða, þar sem sagt er að lesandinn nái að lesa allt að 25000 orð á mínútu sem er gríðarlegur hraði í samanburði við meðal lestrarhraða sem er "aðeins" 250 orð. En hvernig er þetta gert, sjáðu hér! ... [Lesa meira]
Þegar athyglisbrestur og lesblinda er kostur
Við heyrum oftast um lesblindu og athyglisbrest (dyslexiu og ADD) í neikvæðu samhengi, a.m.k. í tenglslum við nám. En svo þarf alls ekki að vera. Lesblinda getur nýst dásamlega vel í námi. Ástæðan kann að koma þér á óvart. ... [Lesa meira]
Einhverfi ofvitinn Jósep lærði þetta á 2 mínútum – en getur þú það?
"Hefur þú ofvitahæfileika?" Þannig hljómar fyrirsögn greinarinnar um einhverfa ofvita í Lifandi vísindum. Þar segir frá Jósep Söllevan sem lærði 36 samhengislausa talnarunu utan að. Hið ótrúlega er að þú getur það líka, en prófaðu fyrst! ... [Lesa meira]
Hélstu að gott minni væri hlutskipti útvaldra? Hugsaðu aftur!
Okkur hættir til að tala niður getu okkar til að muna. Kannast þú við að hafa sagt við sjálfa þig eitthvað eins og; "Ég man aldrei nöfn", "Ég er vonlaus í ártölum", "Ég man aldrei hvar ég legg frá mér hlutina". Ef svo er þá er líklega kominn tími til að endurforrita skoðun þína á eigin getu til að muna. ... [Lesa meira]
Manstu bara það sem þú hefur áhuga á? Sannleikur eða afsökun?
Við þekkjum þetta öll og ég heyri þetta oft. "Ég man best það sem ég hef áhuga á". Það kann að vera rétt, en ef þú sættir við þessa skýringu þá muntu fljótlega rekast á veggi og jafnvel gefast upp. Og ég skal segja þér ástæðuna. ... [Lesa meira]
Manstu aldrei neitt? Þetta gæti verið skýringin…
Margir kvarta yfir hversdagsgleymsku. Að muna ýmislegt sem engu máli skiptir en geta svo ekki muna það sem er mikilvægt jafnvel þótt lífið liggi við. Þú kannast líklega við að gleyma nafni rétt eftir að handtakinu sleppir eða muna ekki stundinni lengur hvar þú lagðir lyklana frá þér... ... [Lesa meira]