OMMWriter – hvað er það?

OMMWriter – hvað er það?

OMM Writer er einfaldur ritill (editor, sbr. MS Word) sem leynir á sér.  Ef þú skrifar mikið, þá skaltu kíkja!

Stílhreint ritvinnsluforrit sem hjálpar þér að halda einbeitingu

Stílhreint ritvinnsluforrit sem hjálpar þér að halda einbeitingu

Hugarástandið skiptir miklu málið þegar þú skrifar. Áreyti má ekki vera mikið, hugsanirnar þurfa að flæða og þú þarft að halda ákveðinni einbeitingu.

Það er er vitað að tónlist hefur áhrif á líðan. Hröð tónlist er örvandi meðan róleg tónlist er….róandi. En ekki bara það, með sérstökum hljóðbylgjum má auka áhrif tónlistarinnar verulega.

Heilinn stillir sig nefnilega inn á tiltekna tíðni eftir aðstæðum og það segir sig sjálft að það er mjög erfitt að halda einbeitingu og flæði ef hugarástandið er ekki í samræmi við verkefnið!

OMM Writer auðveldar þér að halda einbeitingu!

OMM Writer er ókeypis forrit sem gjörbreytir upplifun þinni af skriftum. Hann er ákaflega stílhreinn, fjarlægir allt áreyti af skjánum svo hugurinn leitar ekki í önnur verk og leikur róandi bakgrunnstónlist.

Þú getur svo afrita textann eftir á inn í WORD og lagað útlit og uppsetningu.
Prófaðu OMM Writer og sjáðu til hvort þú verðir ekki einkennilega háð(ur) þessari upplifun!

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!