Ert þú ein(n) af þeim sem hefur lengi langað að læra enskuna betur. Að geta talað og skilið hana án erfiðis og án þess að stama? Betra nám býður upp á traust og einföld enskunámskeið sem henta þeim sem vilja læra tungumál á eigin forsendum – án bóka.
Við höfum öll reynt að læra tungumál í skóla. Það er alls ekki auðvelt. Ástæðan liggur einna helst í kennsluaðferðum sem eru algjörlega á skjön við eðlilega tungumálakennslu.
Í skóla er megináherslan á ritun og málfræði. Kennslubækurnar eru (eðlilega) lesnar. Æfingarnar eru (eðlilega) skriflega. Munnlegar æfingar eru þarna líka en bara í allt, allt of litlum mæli.
Við lærum tungumál með hlustun. Fyrst og síðast hlustun.
Ef þú ert ekki í skóla en vilt læra ensku á eigin forsendum, þá stendur þú frammi fyrir því að fara á tungumálanámskeið eða að taka hlutina í eigin hendur.
Flest tungumálanámskeið ná yfir fyrirfram ákveðið tímabil (t.d. 4-8 vikur), því ekki getur þú haft aðgang að kennara langt umfram tímaskeið námskeiðsins. Það segir sig sjálft að enginn lærir tungumál á 8 vikum.
Ég veit af mörgum sem hafa skráð sig á tungumálanámskeið til að láta gamlan draum rætast en orðið fyrir miklum vonbrigðum.
- Gengur þér ágætlega að lesa ensku, en finnur fyrir óöryggi þegar kemur að tali?
- Átt þú þér draum að skilja og tala ensku þér til gagns, auðveldlega?
- Finnst þér eins og kennslubækur henti þér ekki?
- Hefur þér ekki tekist að læra ensku þrátt fyrir margra ára formlegt enskunám í skóla?
- Finnur þú fyrir feimni eða óöryggi þegar þú þarft að tala ensku?
- Er erfitt fyrir aðra að skilja þig, þegar þú talar ensku?
Í dag eru fjölmargir aðrir kostir í boði en hefðbundin tungumálanámskeið. Þú getur horft á myndir, farið á youtube o.sfrv. En gallinn við að “gramsa” á netinu liggur í því að framvindan er stefnulaus og oftar en ekki endar þú á að eyða tímanum í eitthvað allt annað en þú ætlaðir að gera.
Learn Real English er tungumálanámskeið sem gerir þér kleift að slípa enskuna vel og rækilega til. Námskeiðið byggir nánast alfarið á hlustun svo það eru engar æfingar sem þú þarft að gera eða fylla út.
Allt námsefni er á rafrænu formi (mp3 hljóðskrár) svo þú getur auðveldlega hlustað á efnið í iPod, spjaldtölvu eða bara símanum þínum. Þannig getur þú nýtt tímann betur og lært meðan þú ferð í göngu, á æfingu, ryksugar eða hvað annað sem þér dettur í hug.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.