Oft má rekja erfiðleika í almennum brotum til þess að nemandi skilur ekki grunn hugtökin. Þegar sú er raunin getur reynst erfitt að "tengja saman punktana". Margir eru hálf "lesblindir" á stærðfræði (án þess að þjást af reikniblindu) og ná engan veginn að "sjá fyrir sér" hvað það er sem þeir eru raunverulega að fást við. Myndi það hjálpa þínu barni ef kennslan væri myndræn? ... [Lesa meira]
Einkakennsla óþarfi?
Fá fög valda jafn stórum hópi jafn miklum erfiðleikum og stærðfræði. Eins mikilvæg og notadrjúg hún er (jafnvel í daglegu lífi), þá er eins og stór hluti nemenda tengi ekki við það sem fram fer í kennslustofunni. Eftirspurn eftir einkakennslu og stærðfræðiaðstoð er stöðug. Víða á landsbyggðinni er minna um úrræði en á höfuðborgarsvæðinu og því eru góð ráð dýr. Eða hvað? ... [Lesa meira]
Fjarnámskeið í Almennum brotum fyrir 5.-10. bekk
Í gegnum tíðina hafa margir haft samband við mig og falast eftir stærðfræðiaðstoð eða einkakennslu. Þörfin á slíkri þjónustu er mikil, ekki síst úti á landi þar sem færri úrræði eru til staðar. En nú verður breyting á. ... [Lesa meira]
STÆ 102 Aðhaldsnámskeið – Skráning hafin
Kemst þú yfir þröskuldinn? Stæ 102 (Algebra) reynist mörgum nemendum erfiður viðureignar. Hvort sem þú hefur fallið í honum áður eða telur þig þurfa á góðu aðhaldi að halda, þá er aðhaldsnámskeiðið fyrir þig. Næsta haust förum við af stað með lítinn hóp sem fær vikulega kennslu hjá reyndum stærðfræðikennara og markmiðið er að skila öllum með glans í gegnum lokaprófin! Aðeins 5-6 einstaklingar komast í hópinn og skráning er hafin. ... [Lesa meira]
STÆ 102 – Þarft þú aðstoð með algebruna?
Nú borgar sig að fylgjast með! Er þitt barn á leið í framhaldsskóla næsta haust? Ef stærðfræðin hefur verið veikur þáttur - sérstaklega algebran - þá eru hér góðar fréttir. Á morgun hefst skráning í lokaðan aðhaldshóp sem fylgt verður eftir með vikulegum tímum í STÆ 102 alla önnina. ... [Lesa meira]
4 atriði sem aðgreina Davis lesblindunámskeið frá öðrum úrræðum
Margar kenningar eru á lofti um raunverulegar ástæður lesblindu og sitt sýnist hverjum. Þú færð væntanlega mismunandi ráðleggingar og upplýsingar allt eftir því við hvern þú talar. Davis er að mörgu leyti á skjön við "hefðbundnar" aðferðir og hefur frá upphafi verið nokkuð umdeild aðferðafræði. Einhverra hluta vegna kom harðasta gagnrýnin frá skólasamfélaginu og jafnvel sérkennurum. Einhver myndi segja að það væri eins og kasta steini úr glerhúsi. En hver er eiginlega munurinn á Davis ... [Lesa meira]
Eru námsörðugleikar kennsluörðugleikar?
Þú þekkir líklega einhvern sem glímir við námsörðugleika. Einhver sem á erfitt með lestur, utanbókarlærdóm, tungumál eða stærðfræði. Sjálfsálit þeirra sem glíma við námsörðugleika er sjaldnast gott enda vísar hugtakið til þess að viðkomandi eigi erfitt með að ... læra. En hvernig má það vera að fullkomlega eðlilegt og greint fólk glímir við námsörðugleika? Er maður kannski bara vitlaus? ... [Lesa meira]
Hvað er Davis lesblindunámskeið (Davis leiðrétting)?
Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið sem hjálpar þeim sem glíma við lestrarörðugleika eða lesblindu. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín og þess vegna hentar Davis lesblindunámskeið þeim sem eiga auðveldara með verkleg fög en bókleg. ... [Lesa meira]
Er ofvirkni (ADHD) lykillinn að árangri í íþróttum?
Flest umfjöllun um ofvirkni og lesbindu er á neikvæðum nótum. Neikvæðar hliðar fá gríðarlega athygli enda birtast þær oft vel í námi og nám og skólaganga taka drjúgan tíma á mótunarárum einstaklingsins. Þegar árangur afreksmanna er skoðaður kemur nokkuð forvitnilegt í ljós. ... [Lesa meira]
7 algeng einkenni reikniblindu (talnablindu)
Reikniblinda (talnablinda, e. dyscalculia) tengist miklum erfiðleikum í stærðfræði. Algengt er þó að vandamál tengd stærðfræði stafi einfaldlega af slökum kennsluaðferðum og varast skal að blanda því saman við reikniblindu. Einnig geta "hefðbundin" lesblindu-einkenni truflað nemandann í stærðfræði, s.s. ruglingur með tákn og erfiðleikar við að skilja lesin fyrirmæli. ... [Lesa meira]