Hvernig virkar Hemi-Sync hljóðdiskurinn?

Hvernig virkar Hemi-Sync hljóðdiskurinn?

Hvernig virkar Hemi-Sync?

Hemi-Sync er hljóðmynstur sem samstillir heilahvelin með því að breyta bylgjulengd sem hann vinnur á. Athyglin verður betri, minni eykst og fólk hvílist betur og nær betri svefni.  Þegar við erum í tilteknu hugarástandi (t.d. einbeitt eða sofandi) þá mælast heilabylgjurnar á ákveðinni tíðni.  T.d. nefnast þær heilabylgjur sem mælast í einbeittu hugarástandi “beta”.Hemi-Sync hefur áhrif á heilabylgjurnar með því að spila hljóð með mismunandi tíðni í vinstra og hægra eyra.  Heilinn bregst við þessari bjögun (mismunur á tíðni) með því að samstilla tíðnina svo úr verður þriðja bylgjan sem framkallar hið eftirsóknarverða hugarástand.
Þannig notum við mismunandi diska eftir því hvort við erum að reyna að einbeita okkur við nám og vinnu eða einfaldlega að ná slökun fyrir svefn.

Einbeiting og nám

Hemi-Sync

Áhrif Hemi-Sync

Áhrif hemi-sync diska með beta tíðni á heila barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADD) eru mjög góð. Eftirtekt eykst og hvatlyndi minnkar. Hin samvirku áhrif skapa ýmisskonar örvun sem hefst í heilaberki og fer yfir í randkerfið þaðan sem tilfinningum okkar er stjórnað.

Svo virðist sem samhæf blanda tónsmíða með yfirtónum á beta-tíðni og hemi-sync ívafi auðveldi nauðsynlega samstillingu heilans.


Þaulrannsökuð tækni

Áhrif hemi-sync diska á virkni heilans hafa verið rannsökuð áratugum saman. Læknar, sálfræðingar og margir fleiri meðferðaraðilar hafa notað Hemi-sync um áraraðir með frábærum árangri.

Algengt notkunarsvið

  • Bætt einbeiting
  • Slökun
  • Svefn
  • Kvíði og depurð
  • Verkir

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!