Getur verið að þú látir stjórnast af gamalli og úreltri sjálfsmynd?

Getur verið að þú látir stjórnast af gamalli og úreltri sjálfsmynd?

Við viljum trúa því að við förum í gegnum daginn með fullri athygli og tökum upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir. Að reynsla okkar og menntun sjái til þess að við tökum hverju verkefni af festu, ákveðni og…skynsemi. En er það virkilega svo einfalt? Sannleikurinn kann að koma óþægilega á óvart.

Í hvorn sokkinn fórstu fyrst í morgun?

Í hvorn sokkinn fórstu fyrst í morgun?

Í hvorn sokkinn fórstu fyrst þegar þú vaknaðir í morgun? Hvaða leið fórstu í skólann eða vinnuna? Í hvaða röð framkvæmdir þú hlutina þegar þú mættir til vinnu? Situr þú alltaf á sama stað í hádeginu? Ferðu oftast sömu leið í gegnum matvöruverslunina eftir vinnu? Þegar heim kemur, ferðu fyrst úr skónum og svo yfirhöfninni – eða öfugt.

Ávanar stjórna okkur meira en við kærum okkur um

Hefur þú séð fíl í dýragarði sem er hlekkjaður fastur, að því er virðist í ræfilslega keðju? Hann þyrfti ekki að reyna mikið á sig til að slíta sig lausan. Hvers vegna gerir hann það ekki?

Ástæðan kann að vera sú að sem fílsungi var hann hlekkjaður við keðju og þá lærði hann sína lexíu. Sama hvað hann reyndi, hann gat ekki losað sig. Keðja setti honum skorður og mörk.

Og fílar gleyma aldrei!

Með tímanum sætti hann sig við takmörkin sem keðjan setti á ferðafrelsið og hætti að reyna.
Í dag, mörgum árum síðar, reynir hann ekki einu sinni. Hann gæti vafalaust slitið hana auðveldlega en árangurslausar tilraunir í æsku sitja í honum.

Ávanar eru að vissu leyti leið heilans til að spara orku. Þeir eru skynsamlegir. Ávanar gera okkur kleift að hugsa minna. Við erum á sjálfstýringu og þegar við höfum náð góðum tökum á einhverju þá situr það fast. Heilinn reynir að gera sem flestar athafnir að vana. Eðlilegt.
Ímyndaðu þér að þú þyrftir aftur að læra að keyra eftir frí.

En hver er þín keðja?

En getur verið að gamlar hugmyndir um eigin getu stjórni þér enn í dag? Hvernig nemandi varstu? Gekk þér e.t.v. illa að lesa, reikna eða læra tungumál? Getur verið að þessi reynsla sitji í þér enn í dag og hafi bein eða óbein áhrif á val þitt í dag?

Hvaða hugsanir dúkka upp þegar þú gælir við að láta gamla  og  nýja drauma rætast?  Hvíslar undirvitundin að þér “Já! Láttu verða af því, þú getur það eins og aðrir!”?
Eða finnst þér innri röddin segja “Þú ert of gömul/gamall”, “Þetta er of dýrt”,”Þú gefst örugglega upp og verður bara fyrir vonbrigðum”?

Slæmur ávani

Slæmur ávani

Hefur þig aldrei langað til að breyta til, læra eitthvað nýtt, en gugnað? Það er ástæða fyrir öllu. Ef þér finnst eitthvað um eitthvað, þá er ástæða fyrir þeim skoðunum. Stundum erum við meðvituð um þessar ástæður og stundum ekki. Ávanar eru lúmskir, því þeir eru jú ómeðvitaðir og eiga heima í undirvitundinni. Þannig losnar um “athyglina” og við getum gert eitthvað sem krefst athygli (talað í síma) á meðan við gerum eitthvað á sjálfstýringu, eins og að ganga.

Hvað ert þú að gera í dag? Hver eru áhugamálin þín? Er eitthvað sem situr á hakanum? Hefur þú umkringt þig með skrifuðum og óskrifuðum reglum, venjum og skyldum sem urðu til þegjandi og hljóðalaust?

Er það þetta sem þú vildir?

Ef ekki, gæti það ekki verið góð hugmynd að skoða hug sinn betur og þær hugmyndir sem þú stjórnast af og hafa áhrif á val þitt frá degi til dags.

Kannski er kominn tími á ný markmið?

wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!