Er þetta orsök allra þinna vandamála?

Þegar vandamál vex okkur yfir höfuð þá finnst okkur eins og það sé ekkert sem við getum gert. Tilfinningar eins og vanmáttarkennd láta á sér kræla.  Og líklega hefur þú lent í því að leita orsakanna hjá öðrum en þér sjálfri.  Líklega skýringin á öllum okkar vandamálum er þessi:  

Hegðun.  Hegðun orsakar vanda og hegðun leysir hann.

Hegðun (eða hegðunarörðugleikar) orsakar:

  • Námsvanda
  • Glæpi
  • Umferðarlagabrot
  • Hjónaskilnaði

Við verðum fyrir vonbrigðum þegar einhver stenst ekki væntingar okkar.  Um margt í samfélaginu gilda reglur og lög en oft er um þögult samkomulag að ræða líka. Væntingar.  Að því leyti getur hegðun annarra vissulega orsakað vandamál í okkar lífi.

En stærstur hluti okkar vandamála er sjálfskapaður og bein afleiðing okkar hegðunar.

  • Ertu ekki vel undirbúin fyrir próf?  Hver ber ábyrgð á því?
  • Ertu ekki í góðu formi? Hver ber ábyrgð á því?
  • Ertu e.t.v. með höfuðverk eftir gærkvöldið? Hver skyldi bera ábyrgð á því?
Orsakasamband

Orsakasamband

Það góða er að hegðun er líka orsök alls hins góða í kringum okkur.  Þú velur hugsanir þínar og þar með hegðun.  Hegðun lýsa okkar hugsunum betur en margt annað.

Þú velur hvað þú gerir, hvað þú borðar og hvað þú segir.  Þú valdir að fara í nám og þú valdir að hætta í námi.

Hegðun okkar leysir því okkar vandamál.   Ekki samfélagið.  Aðrir bera ekki ábyrgð á okkar vandamálum.

En margir kjósa að sjá það þannig, eru fórnarlömb í eigin lífi og líkama.  Firra sig þannig ábyrgð á afleiðingum eigin hegðunar og velja þannig vanmáttarkennd.  Það er talað um „lært bjargarleysi“ (e. Learned helplessness).

Við mannskepnan erum öðrum dýrum færari þegar kemur að því að hugsa fram í tímann.  Að sjá fyrir afleiðingar gerða okkar.  En oft er eins og við gerum lítið úr þeim hæfileika og við kjósum að lifa í „núinu“.

Táningur sem menntar sig ekki meðan hann getur, býr í foreldrahúsum og er barnlaus, laus og liðugur, er líklega að kasta á glæ besta tíma lífs síns til að mennta sig.

Eftir nokkur ár verður mun erfiðara að rífa sig upp og sækja þá menntun sem stóð til boða nokkrum árum fyrr.  Kvöldskóli með fullri vinnu og e.t.v. fjölskyldu er allt annað dæmi.

Aðstæður okkar á hverjum tíma endurspegla því oftar en ekki þær ákvarðanir sem við tókum dagana, mánuðina og árin á undan.

Vissulega er hægt að vera rangur maður á röngum stað.  En í 99% tilvika erum við á þeim stað sem við komum okkur á sjálf.  Að kenna öðrum um er fásinna.

Af hverju er svona erfitt að sjá það fyrir þegar maður þarf sem mest á því að halda?  Ef maður bara hefði vitað það, þá væri lífið öðruvísi í dag 😉

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!