Orsakar bílveiki lesblindu?

Orsakar bílveiki lesblindu?

Ron Davis, upphafsmaður Davis lesblindunámskeiðanna, mátti þola niðurlægingu, útskúfun og barsmíðar á æskuárum sínum.  Honum var talin trú um að hann væri þroskaheftur og óhæfur til náms (e. “uneducatable”).  Enn í dag er Davis aðferðin gagngrýnd af mörgum, ekki síst skólasamfélaginu fyrir að vera ekki nógu vísindalega þróuð aðferð.  En tíminn hefur unnið með Davis aðferðunum og ýmislegt forvitnilegt hefur komið í ljós.

Ein helsta orsök lesblindu (eða lesblindueinkenna) er ástand sem á íslensku hefur verið kallað “skynvilla” (e. disorientation).

Hugtakið skynvilla hefur í mínum eyrum alltaf hljómað einkennilega en ég nota það til að gæta samræmis við íslensku þýðingu bókarinnar “Náðargáfan lesblinda” (“The Gift of Dyslexia”) eftir Ron Davis.  Réttilega hefur verið bent á að hugtakið “skynvilla” standi nær enska hugtakinu “illusion” en skynvilla skal notað hér.

Skynvilla orsakast samkvæmt þessu af truflun sem einstaklingurinn (sá lesblindi) verður fyrir. Skynvilla er m.ö.o. tímabundin bjögun á skynjun (skynbjögun ætti því etv. betur við en skynvilla). twisting-spirals

Ron Davis líkti þessu ástandi, þ.e. tilfinningunni við það að stara í spíral-lagaða skífu sem sé snúið.  Það orsaki svima hjá viðkomandi sem megi kalla skynvillu.  Einstaklingurinn getur ekki lesið meðan á þessu stendur.

Þetta er ástæða þess að lesblinda sé talin tengjast jafnvægi eða jafnvægisskyni viðkomandi (innra eyra).  Davis lesblindunámskeiðin innihalda af þessum sökum sérstakar jafnvægis- og samhæfingaræfingar, sem mörgum koma spánskt fyrir sjónir að sjálfsögðu.

En tilfellið er að þeir sem eiga auðvelt með að einbeita sér eiga líka auðvelt með að halda jafnvægi.  Nemendur með slaka einbeitingu (oft með athyglisbrest/ADD) eiga að sama skapi oft erfitt með að halda jafnvægi, s.s. að standa á einum fæti án þess að rugga mikið).

Nú gerist það að Dr. Harold Levinson, sem hefur rannsakað lesbindu í áratugi, hefur komist að áþekkri niðurstöðu.  Að einkenni lesblindu megi m.a. rekja til innra eyra, og það sem meira er:

Að hann geti auðveldlega framkallað lesblindueinkenni hjá manneskju sem ekki er lesblind!

Það eina sem hann þarf að gera er að snúa manneskjunni í hringi þar til hún verður ringluð (jafnvægis- og hreyfiskyn hennar bjagast).  Í því ástandi getur viðkomandi ekki lesið.

“I can make any non-dyslexic temporarily dyslexic. All I have to do is spin them around long enough until they are dizzy. And then they won’t be able to read, write, spell, remember and concentrate well — just like dyslexics and those with ADD. Their balance-coordination-rhythm will be affected. And while off-balance, they will develop fears of heights and falling as well as fears of crossing busy intersections, and even driving.”

-Dr. Harold Levinson

Þessi uppgötvun hans styður vel við kenningar Ron Davis.

Það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að Dr. Harold aðhyllist lyf og hefur þróað lyfjameðferð við þessari jafnvægisbjögun.

Það virðist því vera að Dr. Harold og Ron Davis greini á um orsök og afleiðingu.

Hænan eða eggið?

Dr. Harold Levinson

Dr. Harold Levinson

Dr. Harold virðist túlka það sem svo að skynbjögun í innra eyra sé orsök lesblindunnar og lesblindueinkenna.  Með því að taka lyf sé komist fyrir orsökina, þ.e. lestrarörðugleikana.  Það skal tekið fram að ég er ekki sérfræðingur í meðferð hans en margt varðandi orsakir lesblindunnar er áhugavert og kunnuglegt þó svo ég aðhyllist ekki úrlausnina sem slíka.

Ron Davis

Ron Davis

Skv. kenningum Ron Davis sem liggja að baki Davis lesblindunámskeiðunum hins vegar, er skynbjögun afleiðing, en ekki orsök.  Skynbjögunin er því tímabundið ástand sem hugurinn fer í þegar hann upplifir óreiðutilfinningu (óvissu eða ringl) í kjölfar þess að horfa á tákn (t.d. bókstaf eða orð) sem viðkomandi skilur ekki eða ruglar saman við annað.

Til eru lesblindukerfi (námskeið) sem byggja eingöngu á jafnvægisþjálfun.  Sérstaða Davis lesblindunámskeiðanna liggur hins vegar í því að þau taka heildrænt á vandanum, allt frá því að þjálfa skynjun, jafnvægi og samhæfingu, en síðast en ekki síst fer dágóður hluti Davis lesblindunámskeiðs í að leiðrétta grunnorsakir lestrarvandans sem tengist táknum, bókstöfum og hugtökum.

Þetta kann að tengjast upplifun margra lesblindra á eigin einkennum.  Nefnilega þeim hversu auðveldlega þeir geta orðið bílveikir, jafnvel þegar þeir keyra sjálfir.  Snjóblinda getur erfið, sem og ferðalög á sjó.

Hins vegar hafa mixtúrur ýmis konar gefist vel (innihalda and-histamín) gegn þessari viðkvæmni, og margir hafa því brugðið á það (hús)ráð að nota venjulega hóstamixtúru í stað lyfja.

Gaman væri að fá athugasemdir frá þeim sem hafa frá upplifun að segja!

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!