Davis leiðrétting er einstaklingsnámskeið sem hjálpar þeim sem glíma við lestrarörðugleika eða lesblindu. Með einföldum en markvissum æfingum er óvissu um bókstafi og orð eytt. Námskeiðið er verklegt (unnið í leir) auk þess sem ímyndunaraflið fær að njóta sín og þess vegna hentar Davis lesblindunámskeið þeim sem eiga auðveldara með verkleg fög en bókleg.
Lesblinda hefur áhrif á námsgetu og skólagöngu þúsunda nemenda.
Lesblinda hefur þannig bein áhrif á líðan og afköst í námi, oft með afar slæmum afleiðingum á framhaldsnám og atvinnumöguleika síðar meir.
Davis lesblindunámskeið (Davis leiðrétting) er mjög mild nálgun. Einstaklingurinn nýtur því styrkleika sinna og námskeiðið þarf alls ekki að reynast honum/henni erfitt.
Leir ógnar ekki nemendanum líkt og bók getur gert og hann er því ekki eins líklegur til að bregðast við með þekktum varnarviðbrögðum, s.s. kvíða, höfnun og mótþróa.
Þvert á móti hjálpar leirun því hún er róandi sem er lykilatriði þegar kemur að námi. Streita og kvíði veldur því að nemandinn lokast.
Um 10-15% nemenda glíma við lesblindu og því má áætla að 30-40 þúsund manns glími við lestrarörðguleika af einhverju tagi. Lesblinda getur haft veruleg áhrif á námsframvindu einstaklingsins.
Lesblindan birtist sem hik, ágiskanir og pirringur. Þessi ósjálfráðu viðbrögð leiða til svokallaðrar “skynvillu”, þ.e. við “dettum út” í augnablik.
Meðan á skynvillu stendur er ekki víst að einstaklingurinn upplifi raunveruleikann nema í bjagaðri mynd.
Bókstafurinn/orðið kann því að birtast nemandanum í rangri mynd meðan á skynvillunni stendur – nemandinn dregur því rangan lærdóm af því sem hann upplifði.
Dæmi: “b” verður “d”, “það” verður “að”. Þessi einkenni eru einu nafni nefnd lesblinda (dyslexia).
Markmið Davis leiðréttingar er að gera einstaklinginn færan um að stöðva skynvilluna, og síðar meir að koma í veg fyrir hana meðan á lestri stendur.
Til þess þarf að að eyða allri óvissu sem nemandinn kann að finna fyrir þegar hann horfir á bókstafi, greinarmerki og orð.
Því er afar mikilvægt að námskeiðinu og ráðleggingum ráðgjafans sé fylgt eftir til enda.
Nánari upplýsingar um Davis lesblindunámskeið finnur þú hér.