Reikniblinda og talnablinda orska djúpstæða stærðfræðiörðugleika. En aðrir þættir, oft miklu lúmskari, geta orskaða svo mikla erfiðleika að stærðfræðin verður nemandanum á endanum ofviða. Ef ekkert er að gert.Þetta ferli tekur í heildina nokkur ár – og þegar það loks er komið upp á yfirborðið þá er vandinn orðinn svo mikill að það er orðið meiriháttar mál að grípa inn í. Einkum vegna þess að þá er nemandinn orðinn svo eftir á að hann skilur hvorki upp né niður í því sem er að gerast í stærðfræðitímum.
Hvað getur orsakað það að hann getur ekki útskýrt einföld stærðfræðihugtök (s.s. námundun), er lengi að reikna, er háður vasareikni, skilur ekki fyrirmæli nema sjá dæmi fyrst osfrv.?
Algeng þróun er eitthvað á þessa leið
- Sem barn telur nemandinn út flest svör. Hann “sér” ekki svörin, heldur telur. Hann veit kannski hvað 5+5 eru, en þarf að hugsa til að svara 5+7.
- Nemandinn á erfitt með að reikna í stærðum sem eru stærri en 1 (því hann telur). Margföldun verður því erfið, því hún byggir á að leggja saman stærðir (“hoppa”). Afleiðingarnar eru þær að margföldun verður erfið.
- Þótt nemandinn læri margföldun að einhverju leyti utanbókar, þá er hún ennþá gloppótt og hann þarf oft að reikna. Til að leysa 5×7 þarf nemandinn fyrst að hugsa 5×5 og byrja þar. Þetta veldur því að nemandinn getur ekki deilt.
- Almenn brot, hlutföll og rúmfræði byggir á deilingu og margföldun svo hér fer gamanið virkilega að kárna.
- Í efri bekkjum er stærðfræðin orðin alþakin lesdæmum, flóknum fyrirmælum og reglum sem byggja fyrst og fremst á grunnaðgerðum (s.s. margföldun og deilingu) og hugtökum sem nemandinn náði aldrei að skilja.
Á þessu stigi er stærðfræðinámið í uppnámi og önnur fög farin að blæða fyrir það. Eðlisfræði, efnafræði, bókfærsla og önnur álíka fög vekja kvíða og vanmáttarkennd hjá nemandanum.
Það versta er oft er ljóst hvert stefnir löngu áður en gripið er inn í. Ef þú átt barn sem á erfitt með eitthvað af ofangreindum atriðum eða sýnir þessi merki þá hvet ég þig til að skoða vel Reiknum hraðar og hafa jafnvel samband og fá frekari aðstoð.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.