Reiknum hraðar

Reiknum hraðar eflir hugarreikning og margföldun með afar áhrifaríkum hætti.  Framsetningin er myndræn og nemandinn þarf hvorki að lesa né skrifa.  Stór hluti nemenda á erfitt með að reikna í huganum og telur á fingrum.  Margföldun er undantekningarlítið erfið fyrir þennan hóp og deiling nánast fjarlægur draumur.

Með tímanum breikkar bilið hratt og vítahringur myndast.  Litlar forsendur eru til að læra það sem á eftir kemur, s.s. almenn brot og algebru ef hugarreikningur er ekki í lagi.  Þetta yfirsést mörgum og þetta fer jafnvel mjög leynt í skólakerfinu sjálfu, því nemendur geta reiknað hægt, en rétt.  En þar liggur einmitt meinið, sá sem reiknar mjög hægt glímir við vanda sem fer hljótt og kemur oft ekki upp úr kafinu fyrr en upp úr 4. bekk.

Nánari upplýsingar um Reiknum hraðar finnur þú á heimasíðu námskeiðsins, www.reiknumhradar.betranam.is