Fjarnámskeið

Viltu læra hraðlestur eða minnistækni?  Les barnið þitt hægt eða getur það ekki lært margföldun?  Hnitmiðuð og vönduð fjarnámskeiða gerir þér kleift að styrkja námsgetu þína eða barnsins þíns.

Einföld og hnitmiðuð

Fjarnámskeið gera þér kleift að ná betri tökum með snörpum æfingum.  Hvert námskeið er afmarkað og einfaldar það alla notkun.  Þau eru myndræn og lagt er upp með stuttar, daglegar æfingar.  Þannig er árangurinn tryggari.

Það skiptir ekk máli hvar þú býrð

Það skiptir ekki máli hvar þú býrð, kostur fjarnámskeiðanna liggur ekki síst í því að þú æfir þig heima.  Jafnvel á ferðalögum eða í sumarbústað.  Margir Íslendingar sem búa erlendis hafa nýtt sér þennan möguleika.  Víða á landsbyggðinni er skortur á úrræðum þegar kemur að sértækum námsörðugleikum og því eru námskeiðin frábær kostur.

Þú sparar tíma

Þú getur sparað gríðarlegan tíma með því að nota fjarnámskeið.  Þú ert ekki bundin(n) við að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma.  Þú æfir þig einfaldlega þegar þér hentar best.

Ráðgjöf fylgir

Öllum fjarnámskeiðum Betra náms fylgir sá kostur að fá aðstoð.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki eitthvað, þú sendir einfaldlega tölvupóst eða hefur samband.

Bensínsparnaður

Hefðbundin staðarnámskeið eru ekki einungis tímafrek heldur kostar orðið sitt að ferðast á milli staða.  Það þarf ekki að útskýra þetta frekar.

Engin áhætta – 100% endurgreiðsluábyrgð

Betra nám býður 100% endurgreiðsluábyrgð af öllum fjarnámskeiðum í 30 daga frá kaupum.  Það þýðir að þú getur fengið námskeiðið endurgreitt innan 30 daga sé þess óskað.  Slíka ábyrgð færðu ekki af staðarnámskeiðum, enginn endurgreiðir þér námskeið ef þér snýst hugur eftir á.  Dalpay á Dalvík sér um öll kortaviðskipti fyrir Betra nám og því er allt sem að áskriftarformin snýr 100% öruggt hjá þeim.

Fjarnámskeið Betra náms