Þessi gerðu hrikaleg mistök sem þú myndir aldrei gera

Þessi gerðu hrikaleg mistök sem þú myndir aldrei gera

J.K. Rowland lifði við fátækt áður en hún uppskar eins og hún sáði

J.K. Rowland lifði við fátækt áður en hún uppskar eins og hún sáði

Ef það er eitthvað sem við lærum í skóla þá er það að forðast mistök.  Mistök eru hrikaleg.  Hræðileg.  Ef þú gerir nógu mörg mistök þá fellur þú.  Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að hafa gert mistök og verið hafnað svo oft, af svo mörgum, að þá má teljast merkilegt ef þú kannast við einhvern þeirra.

En líklega kannast þú við alla þessa einstaklinga.  Hvernig má það vera?  Ætli það sé vegna mistakanna sem þeir gerðu? Líklega ekki.  Þegar við hugsum um þessa einstaklinga þá dettur okkur ekki í hug “mistök”.  Miklu nær er að hugsa um “snillinga” og “afburðafólk”, “séní”.  En voru þau það?

  • Albert Einstein

albert einsteinEinstein fór ekki að tala fyrr en um 4 ára aldurinn og lærði að lesa þegar hann var 7 ára.  Kennarar hans (og foreldrar) héldu að hann væri seinþroska og félagslega eftirá.  Síðar meir var honum vísað úr skóla og neitað um skólavistí tækniháskólanum í Zurich.  Hann var sá eini í sínum árgangi sem ekki fékk kennslustöðu vegna þess að enginn prófessor treysti sér til að veita honum meðmæli.  Einn kennari gekk svo langt að segja að Einstein væri latasti hundur sem hann hefði nokkru sinni haft.

  • Abraham Lincoln

Abraham_Lincoln_November_1863Í dag er hans minnst sem eins mesta forseta Bandaríkjanna en hann átti mjög erfitt í æsku.  Sem ungur maður fór hann í stríðið sem höfðingsmaður en sneri þaðan sem óbreyttur hermaður (private), en sú staða er sú lægsta innan hersins.  En Lincoln var ekki hættur þar.  Eftir stríðið reyndi hann nokkrum sinnum að hefja rekstur en allar tilraunir til slíks mistókust.  Hann varð gjaldþrota a.m.k. tvisvar sinnum.  Síðar fór hann í framboð og enduðu 26 kosningaherferðir hans með…tapi.

  • J.K. Rowling

JK-Rowling_1002500cHöfundur bókanna um Harry Potter þekkir tímana tvenna.  Fyrir útgáfu bókanna átti hún varla fyrir mat, var alvarlega þunglind og fráskilin.  Sem einstæð móðir í námi reyndi hún að hafa í sig og á með skriftum.  Hún þurfti á félagslegri aðstoð að halda um tíma en varð á örfáum árum ein af ríkustu konum heims.

  • Walt Disney

waltdisney4Walt Disney var rekinn á sínum yngri árum sem ritstjóri útgáfufyrirtækis. Ástæðan var sögð sú að hann “skorti ímyndunarfal og var hugmyndasnauður”.  Eftir það reyndi Disney að stofna fyrirtæki nokkrum sinnum án þess að það gengi.  Hann varð gjaldþrota nokkrum sinnum og fékk taugaáfall.

  • Michael Jordan

Michael JordanÞessi einn besti körfuboltamaður í heimi var rekinn úr skólaliðinu á sínum tíma.  Jordan segist hafa brennt af 9000 skotum og tapað 300 leikjum.  Í 26 skipti tók hann skotið sem hefði gert liði hans kleift að sigra leikinn – en brennt af.

  • Henry Ford

henry ford Þessi frumkvöðull og stofnandi Ford bílaverksmiðjunnar átti ekki 7 dagana sæla.  Hann varð gjaldþrota 5 sinnum og margítrekaðar tilraunir hans til að hefja rekstur urðu tilefni þess að fjöldi manns ráðlagði honum frá því að smíða bíla.  Henry Ford varð síðar einn ríkasti maður í heimi.

7 atriði sem þú getur lært af reynslu þeirra

  • Þau tóku mistök ekki persónulega
  • Þau gáfust ekki upp
  • Þau uppskáru mótbárur frá sínum nánustu
  • Þau sigldu á móti straumnum
  • Mörg þeirra voru hugsjónarmenn, miklir hugmyndasmiðir og áttu erfitt með lestur
  • Þau áttu sér markmið
  • Þau áttu flest erfitt uppdráttar í skóla

Þetta fólk gerði allt “mistök”.  Mistök sem “venjulegur” maður myndi líklega ekki gera. Það er umhugsunarvert:

  • Er búið að refsa okkur of oft, of lengi, fyrir að gera “mistök”?
  • Skortir okkur kjark?
  • Er frumleg hugsun og hvatvísi óæskileg?

Þau uppskáru eins og þau sáðu.  Þau höfðu kjark.  Mótlætið getur beygt og það getur styrkt. Allt eftir því hvernig þú tekur á móti því.  Því allt hefur afleiðingar og það er orsök fyrir öllu.

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!