Þess vegna skaltu forðast hægan lestur eins og heitan eldinn

Þess vegna skaltu forðast hægan lestur eins og heitan eldinn

Lestrarhraði fólks er afar mismunandi.  Þú veist líka að stundum lestu hægt og stundum hraðar.  En það er full ástæða til að forðast hægan lestur þar sem fylgifiskar þess að lesa hægt eru fæstir góðir.  Hér eru 4 glóheitar ástæður fyrir því að lesa hægt.

reading-a-bookMeðallestrarhraði er um 250-300 orð á mínútu.  Það jafngildir tæplega 1 blaðsíðu í spennandi kiljubók (sem verður reyndar leiðinleg ef þú lest hægt).

Flestir sem ég hitti lesa mun hægar en það.  Algengur lestrarhraði í þeim hópi er um 150 oám og allt niður undir 100 orð á mínútu.

Í ljósi þess að “talhraði” er um 250 orð á mínútu (4 orð á sekúndu) þá sérðu í hendi þér að þetta er allt, allt of lítill hraði til að fóðra hugann á efni.

Segðu upphátt “Einu sinni var…” og taktu eftir hve stuttan tíma tekur að segja það.

Varla nema sekúndu.  Afleiðingar þess að lesa hægt (undir meðalhraða) eru flestar ef ekki allar slæmar, s.s.:

  1. Hugurinn reikar
    Það að lesa hægt er ekki ósvipað því að horfa á bíómynd í “slow-motion”.  Taktu eftir því hve teiknimyndar eru snögg-klipptar, hraðinn í þeim er gríðarlegur.  Samt eiga börn ekki í neinum vanda með að fylgja þeim eftir.  Sá sem les hægt glímir við það hvimleiða vandamál að hugurinn leitar út úr bókinni við hvert tækifæri.
  2. Erfitt að ná samhengi
    Samhengi byggir á því að athyglin sé nokkuð samfelld.  Til að skilja setningu þarftu að halda athygli í gegnum hana.  Lesendur sem eiga erfitt með lestur (s.s. vegna lesblindu) og eiga erfitt með einstaka orð eiga gjarnan líka erfitt með að ná samhengi.
    Í stuttu máli: Það má ekki taka of langan tíma að ljúka við setningu eða setningarhluta eigi hugurinn að ná utan um hana og mynda samhengi úr því sem var lesið.
  3. Efnið verður leiðinlegt
    Sá sem nær ekki samhengi þarf oft að tvílesa setningar og jafvel heilu kaflana.  Það er ekki skemmtilegt.  Í námi er það ávísun á miklu erfiðleika.  Enginn myndi endast til að horfa á bíómynd sem ítrekað væri spólað til baka og síðustu 20-30 sekúndurnar endurleiknar.
  4. Þú missir áhugann á lestri og vandamálið vex
    Erfiðleikar eru sjaldnast hvetjandi.  Þeir lesa oftast lítið og verða þar af leiðandi ekki betri.  Lestur krefst þjálfunar eins og allt annað.  Flestir sem lesa hratt lesa mikið.

Missir þú þráðinn þegar þú talar við fólk?

Ef hugurinn reikar og þú dettur út, jafnvel í samtölum við fólk, þá getur þú ímyndað þér hvað gerist þegar þú lest hægt.

Þetta þýðir ekki að þú sért með athyglisbrest!

Þetta þýðir hins vegar að þú ættir að vinna í lestrarhraðanum.  Mörg vandamál tengd lestri, athygli og lesskilningi geta minnkað eða jafnvel horfið með markvissum hraðaæfingum.  Ástæðan er sú að mörg þessara vandamála stafa af sömu orsök; hægum lestri.

Ef þú átt það til að detta út, en vilt breyta því og langar til að geta lesið meira og notið lestrar betur, þá er full ástæða fyrir þig að læra hraðlestur.

Flestir geta lært að lesa hraðar (nema sértækir lestrarörðugleikar komi í veg fyrir það), rétt eins og flestir geta hlaupið hraðar.  Betra nám hefur um árabil boðið upp á hraðlestrarnámskeiðið Lesum betur sem byggir m.a. á efni eftir Guðna Kolbeinsson og Fjölni Ásbjörnsson en þeir gáfu út hraðlestrarefni og kenndu á árum áður.

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.