Stenst þú sykurpúðaprófið?

Stenst þú sykurpúðaprófið?

Getur verið að geta barns til að standast freistingar gefi vísbendingar um velgengni þess síðar á lífsleiðinni? Árið 1972 var gerð merkileg rannsókn á þessu í Stanford háskóla. Rannsóknin varð síðar fræg sem “Sykurpúðarannsóknin” (e. Marshmallow experiment).

Sykurpúðar

Sykurpúðar

Framkvæmdin var einföld.  5-7 ára gömul börn skilin eftir í herbergi með sykurpúða. Öll börn elska sykurpúða. Fyrirmælin voru á þá vegu að ef þau borðuðu ekki sykurpúðann strax þá fengju þau annan þegar rannsóknaraðilinn kæmi aftur inn. Þau vissu ekki að það var fylgst með þeim allan tímann.

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort samband væri á milli þess að falla fyrir freistingum snemma á lífsleiðinni og síðar. Þ.e. hvort einstaklingar sem hafa litla stjórn á löngunum sínum séu líklegri til að láta undan þeim almennt. Rannsókninni var fylgt eftir þegar börnin uxu úr grasi og þá kom margt merkilegt í ljós.

Niðurstaðan

Börnin sem stóðust sykurpúðaprófið voru líklegri til að hafa gengið vel í skóla, fengu hærri einkunnir, voru í betur launuðum störfum og voru í hamingjusamari samböndum.

Sú ályktun var dregin af niðurstöðunum að geta okkar til að standast freistingar nýtist á mörgum sviðum síðar í lífinu. Fólk sem á erfitt uppdráttar á það oft sameiginlegt að hafa látið undan löngunum sínum með þeim afleiðingum að eyðileggja uppskeru síðar meir.

Einstaklingur sem hefur ekki biðlund uppsker ekki. Hann nýtur aldrei ávaxtanna. Þessi einstaklingur er líklegur til að haldast illa á peningum. Hann fellur í freistni og kaupir hluti sem hann þarf ekki, jafnvel þótt hann hafi ekki efni á þeim. Hann er líklegur til að eyða meira en hann aflar. Hann eyðir áður en hann aflar (tekur lán).

Hefur þú þolinmæðina?

Hefur þú þolinmæðina?

Árangur og uppskera krefst natni og úthalds. Ef uppskera á að haust þarf að sá að vori. Sá sem sáir ekki uppsker ekki. Sá sem sáir og gengur í burtu uppsker ekki. Ræktun krefst vinnu og árangurinn kemur sjaldnast í ljós fyrr en síðar. Oft miklu síðar.

Hefur þú þolinmæðina eða rýkur þú úr einu í annað?  Að uppskera á prófi krefst vinnu.  Að uppskera í íþróttum krefst vinnu.  Áralangt strit liggur oftast að baki miklum árangri.  Þeir sem verða vitni að “skyndilegri” velgengni einhvers yfirsést oft sú vinna sem viðkomandi hefur lagt að baki.

Sykurpúðarannsóknin hefur verið endurgerð mörg hundruð sinnum síðan 1972. Hér má sjá skemmtilegt myndbrot af krökkum sem glíma við þá sálarangist að horfa á sykurpúða en mega ekki borða hann.

wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!