Kemst þú yfir þröskuldinn? Stæ 102 (Algebra) reynist mörgum nemendum erfiður viðureignar. Hvort sem þú hefur fallið í honum áður eða telur þig þurfa á góðu aðhaldi að halda, þá er aðhaldsnámskeiðið fyrir þig. Næsta haust förum við af stað með lítinn hóp sem fær vikulega kennslu hjá reyndum stærðfræðikennara og markmiðið er að skila öllum með glans í gegnum lokaprófin! Aðeins 5-6 einstaklingar komast í hópinn og skráning er hafin.
Fjölmargir nemendur eiga erfitt með algebru og lenda í því að dragast hægt og bítandi aftur úr þegar líður á önnina.
Þetta veldur streitu og kvíða og margir gefast hreinlega upp og segja sig úr áfanganum.
Þetta er oft fyrirsjáanlegt, því nemandi sem ekki er með á nótunum í kennslustund á erfitt með að læra heima og skila heimavinnu.
Verkefni og kannanir vaxa viðkomandi í augum.
Þessu viljum við breyta
Næsta haust fer Betra nám af stað með aðhaldshóp í Stæ 102, undir þessum formerkjum:
- Lítill hópur, aðeins 5-6 nemendur í hópnum
- Vikuleg kennsla (1 klst eða 1.5 kennslustund)
- Kennslan er í höndum þaulreynds stærðfræðikennara, Halldórs Þorsteinssonar
Aðhaldsnámskeiðinu er ætlað:
- Mæta nemendum með veikan grunn og þeim sem þurfa aðhald
- Gera nemendum kleift að fá meira út úr kennslustundum í stærðfræði
- Hjálpa nemendum að fylgja eftir kennsluhraða skólans
- Draga úr líkum þess að nemandi dragist aftur úr
- Auka árangur nemenda á könnunum með því að efla grunninn í stað þess að bjarga sér fyrir horn á prófum
- Auka sjálfstraust nemenda og bæta sjálfsmynd þegar kemur að stærðfræði
- Síðast en ekki síst, að hámarka árangur nemandans á lokaprófinu
Góð fjárfesting
Það er dýrt að falla. Nemandi sem fellur í áfanga þarf að sitja hann aftur. Mikill tími fer í súginn, auk þess sem geta nemandans til að standa sig í framhaldsáföngum í algebru minnkar.
Námskeiðsverðinu er stillt í hóf, aðeins kr. 42.000.- fyrir 12 skipti (haustönn 2013).
Ath: Námskeiðsgjaldið hækkar í kr. 49.000.- eftir 25. ágúst.
Skráning núna kostar ekkert, það borgar sig því að skrá sig strax.
(Þetta jafngildir einungis kr. 3500 fyrir hverja kennslustund.)
Ekki falla í þá gryfju eins og svo margir gera – að leita logandi ljósi að kennara á síðustu vikum annarinnar þegar í óefni er komið!
Stærðfræði er flóknari en svo að hægt sé að bjarga nemanda frá falli á svo stuttum tíma. Best er að tryggja nemandanum reglulegt aðhald og stuðning jafnt og þétt yfir önnina.
Þannig má oft koma í veg fyrir hinar raunverulegu orsakir vandans.
Kennarinn
Halldór Þorsteinsson hefur um árabil kennt stærðfræði hjá Hringsjá og hefur mikla reynslu af því að leiðbeina nemendum sem hafa átt erfitt uppdráttar í stærðfræði eða eru að hefja nám eftir langt hlé.
Halldór er með B.sc. í viðskiptafræði, Msc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst auk kennsluréttinda frá Háskóla Íslands.
Skráningarfyrirkomulag
Skráning er hafin! Þú skráir þig strax og við höfum samband í seinni hluta ágúst.
Þar sem þátttökufjöldi er takmarkaður munum við hafa samband við þátttakendur í þeirri röð sem skráningar berast.
Semsagt, fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráningu verður einungis hægt að tryggja þegar þar að kemur með fullnaðargreiðslu námskeiðsgjalda.