Græja dagsins: Þreytt(ur) á því að finna ekki skjöl, myndir, pósta og hugmyndir?

Græja dagsins: Þreytt(ur) á því að finna ekki skjöl, myndir, pósta og hugmyndir?

Evernote er frábært tæki til að halda utan um gögn, texta, skjöl og ljósmyndir á einum stað.  Forritið er ókeypis og keyrir á öllum helstu stýrikerfum og því er hægt að nota það á PC, makka, spjaldtölvu og símum.

Ljósmyndir, hljóðupptökur, skjöl og punktar á einum stað í öllum tækjum

Ljósmyndir, hljóðupptökur, skjöl og punktar á einum stað í öllum tækjum

Eitt það besta við Evernote er að forritið er alæta á upplýsingar, það skiptir engu máli hvort um er að ræða Word skjöl, PDF skjöl, ljósmyndir eða venjulegan texta.  Allar upplýsingar uppfærast sjálfkrafa svo þú sérð sömu upplýsingar í öllum tækjum.  Evernote er einnig flott græja til að taka niður vefsíður, að hluta eða heild.

Þú getur notað símann þinn sem hjóðnema eða tekið myndir af áhugaverðum hlutum hvar og hvenær sem er.  Þú finnur svo öll gögnin tilbúin í tölvunni þegar þú kemur heim.  Þú týnir engu og finnur allt!

Hvort sem þú ert í skóla eða þarft bara að halda utan gögn og hugmyndir fyrir sjálfa(n) þig, þá er Evernote frábær lausn.

email-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!