Evernote er frábært tæki til að halda utan um gögn, texta, skjöl og ljósmyndir á einum stað. Forritið er ókeypis og keyrir á öllum helstu stýrikerfum og því er hægt að nota það á PC, makka, spjaldtölvu og símum.
Eitt það besta við Evernote er að forritið er alæta á upplýsingar, það skiptir engu máli hvort um er að ræða Word skjöl, PDF skjöl, ljósmyndir eða venjulegan texta. Allar upplýsingar uppfærast sjálfkrafa svo þú sérð sömu upplýsingar í öllum tækjum. Evernote er einnig flott græja til að taka niður vefsíður, að hluta eða heild.
Þú getur notað símann þinn sem hjóðnema eða tekið myndir af áhugaverðum hlutum hvar og hvenær sem er. Þú finnur svo öll gögnin tilbúin í tölvunni þegar þú kemur heim. Þú týnir engu og finnur allt!
Hvort sem þú ert í skóla eða þarft bara að halda utan gögn og hugmyndir fyrir sjálfa(n) þig, þá er Evernote frábær lausn.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.