Græja dagsins: Google Drive

Græja dagsins: Google Drive

Ef þú þarft að hafa aðgang að skjölum hvar og hvenær sem er, og ert orðin þreytt(ur) á að muna eftir USB lyklinum eða að gramsa í tölvupóstinum að viðhengjum sem þú sendir á sjálfa(n) þig – þá er Google Drive fyrir þig.

Skjöl, myndir og vídeó á einum stað, samt í öllum tækjum

Skjöl, myndir og vídeó á einum stað, samt í öllum tækjum

Google Drive er þín eigin mappa á netinu. Ef þú hefur Google aðgang (t.d. gmail) þá hefur þú sjálfkrafa aðgang að Google Drive og það tekur aðeins augnablik að setja upp.

Með því að setja upp Google Drive verður til “Drive” mappa í tölvunni þinni sem er sítengd við Drive möppuna þína á heimasvæði Google. Það þýðir að öll skjöl og allar möppur speglast sjálfkrafa í vefmöppunni á netinu.

Google Drive fylgir 5Gb pláss (Dropbox byrjar með 2Gb) og það er auðvelt að deila möppum með öðru fólki. Þannig geta 2 nemendur sem deila möppu vegna skólaverkefnis haft rauntímaaðgang að sömu möppunni í tölvum sínum og ávallt séð og unnið í nýjustu útgáfu skjalsins án þess að þurfa að senda það á milli sín í tölvupóstinum.

Ef þú notar GMail eða Google Docs þá er þetta rökrétt framhald.

Þetta er auk þess fyrirtaks afritunarmáti fyrir gögn

Með þessu móti getur þú auðveldlega komist í öll helstu skjól hvar og hvenær sem er. Allt sem þú þarft er nettengd tölva og með því að skrá þig inn getur þú nálgast öll skjöl á netinu sem eru í Drive möppunni þinni í tölvunni þinni.

Hreyfanleiki

Hreyfanleiki

Þú ert því ekki lengur bundin(n) við eina tölvu, heldur getur þú notað síma, spjaldtölvu, vinnutölvu eða hvaða tæki sem er til að nálgast nýjustu útgáfu skjalsins. Ef þú vinnur í skjalinu og vistar það aftur þá bíður nýjasta útgáfan að sjálfsögðu glóðvolg í þinni tölvu næst þegar þú kveikir á henni.  Þessi svokölluðu “ský” gera okkur kleift að hafa rauntíma aðgang  að skjölum og myndum án þess að binda okkur við tiltekna tölvu/tæki eða stýrikerfi.

Slíkt “frelsi” verður sífellt mikilvægara þar sem skrifstofan takmarkast ekki við veggi og þil heldur er hún hálfgert sýndarfyrirbæri, bara hugtak.  Þú verður sjálf(ur) að afmarka og takmarka þann aðgang sem þú hefur að vinnu eða öllu heldur, vinnan að þér.

Eins og ég nefndi þá eru fleiri valkostir í myndinni s.s. Dropbox og Microsoft Skydrive (7Gb) auk Ubuntu One (5G) svo það er óhætt að segja að dagar litlu USB lyklanna séu taldir.

email-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!