Græja dagsins er undralistinn frá Wunderlist. Fyrir stóru og smáu hlutina í lífi þínu ;)

Græja dagsins er undralistinn frá Wunderlist. Fyrir stóru og smáu hlutina í lífi þínu ;)

Ég veit, það er e.t.v. verið að bera í bakkafullan lækinn með því að bjóða upp á “to-do” lista forrit hér. En dokaðu við.

Wunderlist er stílhreinn og keyrir samstilltur á öllum tækjum

Wunderlist er stílhreinn og keyrir samstilltur á öllum tækjum

Wunderlist er frábært tól til að halda utan um stóra og smáa verkefnalista.
Ef þú hefur á annað borð notast við verkefnalista þá hefur þú örugglega komið víða við með misjöfnum árangri.
Outlook, Apple, Remember the Milk, osfrv., osfrv.

En höfum þetta stutt og laggott.
Annað væri ekki í samræmi við tilefnið.

Wunderlist:

  • Er stílhreinn og einfaldur
  • Keyrir á öllum stýrikerfum og þ.a.l. iPad, Apple, PC, iPhone, Android osfrv.
  • Geymir gögnin í “skýinu” svo öll tæki sýna sjálfkrafa öll verkefni og stöðu þeirra
  • Býður þér að deila listum með öðrum svo þeir geta séð hvað þú ert að gera og þú getur fylgst með framgangi verkefna
  • Auðvelt er að setja dagsetningu (skilafrest) á tiltekin verkefni
  • Þú getur líka látið Wunderlist minna þig endurtekið á verkefni (s.s. daglega, vikulega, mánaðarlega o.s.frv).
  • Og síðast en ekki síst, Wunderlist er algjörlega ókeypis!

berlinSvo er hann líka frá Berlín, skemmtileg tilbreyting að fá alvöru evrópska græju í tölvuveröld sem er keyrð áfram af bandarískum hugbúnaðarrisum;)

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!