Ég veit, það er e.t.v. verið að bera í bakkafullan lækinn með því að bjóða upp á “to-do” lista forrit hér. En dokaðu við.
Wunderlist er frábært tól til að halda utan um stóra og smáa verkefnalista.
Ef þú hefur á annað borð notast við verkefnalista þá hefur þú örugglega komið víða við með misjöfnum árangri.
Outlook, Apple, Remember the Milk, osfrv., osfrv.
En höfum þetta stutt og laggott.
Annað væri ekki í samræmi við tilefnið.
- Er stílhreinn og einfaldur
- Keyrir á öllum stýrikerfum og þ.a.l. iPad, Apple, PC, iPhone, Android osfrv.
- Geymir gögnin í “skýinu” svo öll tæki sýna sjálfkrafa öll verkefni og stöðu þeirra
- Býður þér að deila listum með öðrum svo þeir geta séð hvað þú ert að gera og þú getur fylgst með framgangi verkefna
- Auðvelt er að setja dagsetningu (skilafrest) á tiltekin verkefni
- Þú getur líka látið Wunderlist minna þig endurtekið á verkefni (s.s. daglega, vikulega, mánaðarlega o.s.frv).
- Og síðast en ekki síst, Wunderlist er algjörlega ókeypis!
Svo er hann líka frá Berlín, skemmtileg tilbreyting að fá alvöru evrópska græju í tölvuveröld sem er keyrð áfram af bandarískum hugbúnaðarrisum;)
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.