Jæja, nýliðinn vetur var vetur fjarnámskeiðanna. Þau eru nú fjögur talsins, fimm ef vefbókarnámskeiðið Stubbastoð er talið með. Uppsetning og þróun fjarnámskeiðanna hefur að sjálfsögðu tekið sinn tíma en þau eru kærkomin viðbót við námskeiðaflóruna og ákveðinn valkostur við einkaráðgjöf og námskeið sem Betra nám býður upp á.
Fjarnámskeiðin henta ekki síst fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og þau spanna þjálfun í lestri fyrir krakka, hraðlestri, minnistækni, hugarreikningi og margföldun. Krakkanámskeiðin Lesum hraðar og Reiknum hraðar voru uppfærð og fengu sitt eigið vefsvæði. Síðastliðið haust kom svo út vefnámskeiðið Ofurminni en það er námskeið í minnistækni sem gerir nemandanum kleift að margfalda minnisgetuna. Námskeiðið hlaut strax góðar viðtökur, enda mikið í það lagt þar sem við fórum í eitt besta hljóðupptökuverk landsins (Protime) og fengum leikkonuna Þórunni Lárusdóttur til að lesa öll fyrirmæli.
Margir eiga erfitt með að skilja lesin fyrirmæli og því er þetta kærkomin hjálp.
Að lokum má svo nefna fjarnámskeiðið Lesum betur en það er m.a. byggt á eldra hraðlestrarnámskeiði eftir íslenskukennarana og þúsundþjalasmiðina Guðna Kolbeinsson og Fjölni Ásbjörnsson.
Fjölmargir sérkennara og skólar hafa jafnframt nýtt sér þjálfunarnámskeiðin í lestri og stærðfræði fyrir nemendur sína.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.