Er lesblinda smitandi?

Er lesblinda smitandi?

Já, lesblinda getur “smitað”.  Erfiðleikar í lestri – jafnvel afmarkaðir – geta hæglega dregið úr árangri í öðrum greinum, s.s. stærðfræði.  Sjáðu hvernig  lesblinda  smitast yfir í aðrar greinar  og hvað það er sem þú getur gert  til að lágmarka áhrifin.

Er lesblindan smitandi?

Er lesblindan smitandi?

Í þessu samhengi erum við ekki að ræða smit milli manna.  En lesblindan getur smitast milli námsgreina hjá sama einstaklingi.  Þannig getur sá sem glímir við lestrarvanda einnig átt erfitt með stærðfræði.

Ekki vegna þess að hann getur ekki reiknað (sbr. reikniblinda og talnablinda), heldur vegna erfiðleika við að skilja stærðfræðihugtök.

Lesblindir nemendur eiga sjaldnast erfitt með að læra, skilja og muna þegar hugtökin eru myndræn.  Ímyndunaraflið er oftast ríkulegt og því birtist styrkur þeirra jafnan í verklegum, sjónrænum greinum.

En vandinn vex þegar hugtökin eru ekki lengur myndræn.

Dæmi um erfiðar aðstæður fyrir lesblinda

Kennslustofan

Í hefðbundinni kennslustund getur falist mikið áreyti fyrir skilningarvitin.  Kliður og umhverfishljóð geta truflað, erfiðleikar við að fylgja eftir fyrirmælum kennara, að hlusta samfellt.  Allt eru þetta hlutir sem reyna á.  Mörgum finnst erfitt að skrifa og margir kennarar nota kennslustundina í að láta nemendur skrifa mikinn texta niður eftir glærum.

Reyndu þetta:

  • Þegar þú “dettur út” skaltu einbeita þér að 2-3 hljóðum í umhverfinu.  Þetta beinir athyglinni af hugsunum þínum (“missir” athyglina) að umhverfinu og inn í bekkinn.  Þetta er líka mjög gott ráð til að ná ró, t.d. ef þú átt það til að stressast um of, t.d. í prófum.
  • Athugaðu hvort þú getir fengið að hafa heyrnartól þegar það á við.  Til er sérhönnuð tónlist sem eykur einbeitingu (sjá brainsync) eða jafnvel aukahljóð svo þér líði eins og þú sért á kaffihúsi.
  • Best er að sitja þar sem umhverfið er síður líklegt til að trufla.  Vertu frekar nær kennara og forðastu að sitja við glugga (þótt það sé freistandi).

Bókleg fög

Lestur telst að sjálfsögðu til veikleika, ekki bara það að lesa, heldur það að halda athygli samfellt.  Hugurinn vill reika og það getur kostað að nemandinn þarf að lesa setningar, málsgreinar, og stundum heilu blaðsíðurnar aftur.  Bókleg fög innihalda oft mikið af staðreyndum (s.s. landafræði, náttúrufræði).  Þótt nemandinn mun hvað hann las þá er alls ekki víst að hann geti svarað beinum spurningum úr textanum.

Reyndu þetta:

  • Lestu í stuttan tíma í einu (lotum).  Þá þarftu ekki að velta því fyrir þér hvort þú eigir að stoppa og taka pásu og hvort þú eigir ekki að fá þér eitthvað að borða.  Forrit eins og e.ggtimer.com eru frábær í þetta.
  • Settu þér markmið að læra hratt.  Ef þú átt að lesa t.d. 10 blaðsíðna kafla, taktu tímann á 1 blaðsíður (1-3 mín) og settu þér takmark að ljúka öllum lestrinum á tilteknum tíma.  Þetta hleypir kappi í þig og hugurinn er síður líklegur til að reika.

Stærðfræði

Algebra hrellir marga

Algebra hrellir marga

Margir lesblindir eiga erfitt með stærðfræði.  Oft er grunnurinn veikur (s.s. margföldun) og einnig reynist mörgum erfitt að skilja fyrirmæli (orðadæmi) og átta sig á því um hvað er verið að spyrja.  Eins og áður hefur verið fjallað um þá eru myndlaus hugtök sérstaklega erfitt (því erfitt er að muna eftir þeim).  Stærðfræðin er full af slíkum “myndlausum” hugtökum, s.s. “nefnari”, “samnefnari”, “lóðrétt”, “þvermál” og svo mætti lengi telja.

Reyndu þetta:

  • Gættu þess að skilja öll helstu stærðfræðihugtökin ofan í kjölinn.  Veistu hvað “nefnari” er?  Ekki segja “Já, hann er niðri”.  Ég á við, getur þú útskýrt hvað nefnari er, fyrir einhverjum sem hefur ekki hugmynd?
  • Annar góður mælikvarði er, getur þú teiknað eða leirað hugtakið?  Ef þú getur það ekki, þá skilur þú hugtakið líklega ekki nógu vel.
  • Gættu þess að þjálfa grunninn mjög vel, afturábak og áfram.  Ef margföldun og deiling steinliggur ekki þá er lausnin hér.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!