Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar.
Þó eru “klassísk” einkenni til staðar en einnig önnur sem alla jafna eru ekki tengd lesblindu. Sum gætu verið kunnuglegri en þig grunar!
Almennt
- Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu en jafnaldrar almennt.
- Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur, leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.
- Er ekki ,,nógu langt á eftir” eða ,,nógu slakur” til að fá aðstoð í skóla og fellur því utan “radars”.
- Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Útkoma á munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.
- Telur sig heimskan, og hefur lélegt sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða prófi í skólanum.
- Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist , tónlist, íþróttum, meðferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verkfræði.
- Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða missir tímaskyn.
- Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur (dagdreyminn).
- Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða og með sjónrænum áreitum.
Sjónskynjun, lestur og stafsetning
- Kvartar yfir svima, höfuðverk eða magaverk meðan verið er að lesa.
- Bókstafir, tölur, orð, raðir eða munnlegar útskýringar valda ruglingi hjá viðkomandi.
- Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri.
- Kvartar yfir að finnast eða sjá stafi og texta hreyfast meðan á lestri og ritun stendur.
- Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni.
- Mjög athugull eða vantar dýptar- og jaðarskyn.
- Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.
- Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.
Heyrn og mál
- Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.
- Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar; stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningarhlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.
Ritun og hreyfifærni
- Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýantsgrip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.
- Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.
- Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir.
Stærðfræði og tímastjórnun
- Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna tímanum, læra hluti þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, margföldunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís.
- Notar puttana eða önnur brögð við útreikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á blaði.
- Kann að telja en getur átt erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.
- Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og flóknari stærðfræði.
- Reiknum hraðar er þjálfunarnámskeið sem eflir hugarreikning, talnaskilning og margföldun.
Minni og hugsun
- Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði og andlit.
- Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi hefur ekki upplifað.
- Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum eða orðum (lítið innra tal).
- Minnistækni hentar lesblindum einstaklingum sérlega vel og margbætir getu þeirra til að læra staðreyndir utan að (s.s. nöfn og ártöl)
Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki
- Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.
- Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.
- Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).
- Fær oft eyrnabólgu; viðkæmur fyrir mat (mataróþol), aukaefnum og efnavörum.
- Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.
- Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.
- Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng, við tilfinningalegt álag eða veikindi.
Lesum hraðar er þjálfunarnámskeið fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem fara hægt af stað í lestri, ruglast á stöfum, orðum eða þreytast fljótt við lestur.
Til skoðunar
Reiknum hraðar er þjálfunarnámskeið fyrir börn sem eiga erfitt með hugarreikning og margföldun eða telja á fingrum.
Hvað finnst þér? Sendu línu!
You must be logged in to post a comment.