Amazon Kindle lestölvan – komin til að vera?

Óhætt er að segja að lestölvan Amazon Kindle hafi slegið í gegn. Ég hafði nú velt notagildi hennar fyrir mér í nokkurn tíma og sló loks til og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum…þvert á móti.

Útlit og notkun

Tölvan er lítil og létt, í stærð á við kiljubók en eilítið léttari.   Eitt það besta við Kindle lestölvuna er án efa skjárinn.  Þetta er ekki hefðbundinn LCD skjár (sbr. fartölvur og iPad) heldur notast hann við svokallað “rafblek” (e. e-ink). Skjárinn er því ekki baklýstur og blikkar ekki 60 sinnum á mínútu og þreytir því ekki augun. Það er ekkert mál að lesa klukkustundum saman fyrir þá sem það vilja og geta. Hann glampar heldur ekki og því er hægt að lesa á hann utanddyra líkt og bók.  Lestölvan er því lítil og meðfærileg og hefur alla kosti hefðbundnu bókarinnar.  Ég var ekki búinn að nota tölvuna lengi þegar mér fannst hún í raun betri en hefðbundin bók í hendi.

Amazon Kindle

Ólíkt LCD skjaúm þá glampar skjárinn ekki

Kindle rafbækurnar

Þegar þetta er skrifað eru í boði rúmlega 800.000 bókatitlar á Amazon á Kindle sniði.  Algengt er að sjá Kindle verðið um 40-50% lægra en almenna bókaverðið.  Þegar tillit er tekið til kostnaðar við að senda bókina til Íslands getur munurinn orðið allt að fjórfaldur.  Kiljubækur sem kosta 10-12 USD á Amazon kosta oft um 4-6 USD á Kindle sniði.  Svo er gríðarlega þægilegt að fá bókina innan nokkurra sekúndna í tölvuna og lesturinn getur hafist.  Bækurnar týnast ekki og þú ert í raun með bókasafnið þitt með þér þegar þú ferðast með Kindle í farangrinum;)  Það er góður eiginleika að geta lagt Kindle tölvuna frá sér en haldið áfram að hlusta á textann, t.d. ef þreytan sækir að í flugi.

Vissulega er samkeppni, iPad hefur rafbókarvirkni sem og Nook lestölvan frá Barnes & Nobles.  En Amazon hefur vinninginn í bókaúrvali og einnig hefur Kindle lestölvan þótt bera af í samanburði.  Eins frábær og iPad er þá bitnar það á honum hér að vera með baklýstan LCD skjá og því er ómögulegt að lesa nema í stutta stund, það glampar á hann og rafhlaðan endist aðeins í nokkrar klukkustundir.  iPad er líka of stór og þungur til að lesa t.d. uppi í rúmi.

Fjöldi rafbóka er frír og hægt er að fá ódýra áskrift að dagblöðum s.s. Times o.s.frv.

Frábær rafhlöðuending

Tölvan kemur með 3G neti sem er frítt.  Þar sem tölvan er tengd við Amazon kemstu á Amazon frítt í ríflega 100 löndum og getur skoðað og keypt bækur á ferðalögum eða jafnvel í útilegu.    Ef slökkt er á nettengingunni má nota tölvuna í allt að mánuð án endurhleðslu.

Amazon Kindle

Að auki…

Amazon Kindle er fyrst og fremst rafbók og reynir ekki að vera neitt annað.   Hins vegar hefur tölvan þægilega aukavirkni sem gerir notkun hennar enn meira aðlaðandi:

  • Hún les skjöl s.s. mp3, PDF, Word…
  • Hún getur lesið ensku svo þú getur hlustað á bókina ef þú þreytist við lesturinn
  • Henni fylgir orðabók svo þú getur auðveldlega séð hvað orð þýða
  • Auðvelt að strika undir texta og halda utan um athugasemdir og tilvitnanir í texta (t.d. vegna náms)
  • Bækur opnast á sama stað og lestri lauk síðast
  • Tölvan getur geymt um 3500 bækur
  • Þú getur lesið sömu bækurnar í fleiri tölvum, einnig PC, Mac, iPad með því að nota frítt Kindle forrit

Verðið

Verðið er stórgott, tölvan hefur lækkað um ríflega helming frá fyrri útgáfum, væntanlega í kjölfar gríðarlegrar sölu.  Tölvan kostar um 189 USD en hægt er að fá enn ódýrari útgáfu hennar.   Hægt er að kaupa tölvuna í gegnum vef Betra náms.  Þú greiðir fyrir það sem þú færð, Kindle er  ekki netvafri, leikjatölva, dagatal, tölvupóstur.  Hún er fyrst og fremst framúrskarandi lestölva.

Það er líka bráðsniðugt að kaupa enskar barnabækur til þjálfunar, þá hjálpar líka að geta hlustað á rafbókina.
Í dag hugsa ég mig ekki tvisvar um ef mig vantar bók, minn fyrsti kostur er Kindle bók.  Þær eru ódýrar og meðfærilegar.   Margir telja þetta með bestu “raftækjakaupunum” sem þeir hafa gert og skal engan undra.  Mín  bestu meðmæli..en fyrst og fremst vona ég að þú sért einhverju nær um lestölvur 😉

Amazon Kindle er nú hægt að kaupa í gegnum Betra náms

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Trackbacks

  1. […] gegn. Ég hafði nú velt notagildi hennar fyrir mér í nokkurn tíma og sló loks til […] kindle – WordPress.com Search Bookmark on DeliciousDigg this postRecommend on Facebookshare via RedditShare with […]

  2. […] lestölvur (sbr. Amazon Kindle) gegnir öðru máli.  Lestölvan býður lesandanum upp á að breyta bæði leturstærð og […]

  3. […] himins og jarðar standa öllum til boða, við eigum bókasöfn um allar trissur, rafbækur (s.s. Amazon Kindle) gera okkur kleift að sækja efni heimshorna á milli með litlum tilkostnaði.  Á Internetinu […]

Hvað finnst þér? Sendu línu!